Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 77-87 | Meistararnir fyrstir til að leggja nýliðana Árni Jóhannsson skrifar 28. október 2022 22:50 Valsmenn gátu leyft sér að fagna í kvöld Vísir / Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals urðu í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna nýliða Hauka. Lokatölur 77-87, en Valur leiddi frá fyrstu mínútu og var sigurinn verðskuldaður. Bæði lið virkuðu ekki vel tengd, sóknarlega að minnsta kosti, fyrstu mínútur leiksins en Valsmenn tóku þó fyrst við sér og náð sér í 10 stiga forskot þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Hittni beggja liða var ekki góð og alltof margir tapaðir boltar voru hjá liðunum en Haukar gerðu ágætlega í að minnka muninn um eitt stig í lok fyrsta fjórðungs en staðan var 14-23 að honum loknum. Gamla klisjan segir að körfubolti sé leikur áhlaupa og ef litið er til áhlaupa sögu leiksins þá voru áhlaup heimamanna of stutt. Valsmenn hinsvegar geystust af stað í öðrum leikhluta á mjög flott áhlaup og voru komnir með 18 stiga forskot, 16-38, þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Vörnin var góð og þriggja stig ahittnin varð mjög góð á þessum mínútum en Danile Mortensen var sá eini með rænu fyrir heimamenn á þessum tímapunkti. Ef ekki hefði verið fyrir hans framlag hefði munurinn orðið mikið meiri en næsta áhlaup áttu Haukar. Þeir náðu muninum niður í níu stig en það er ca. það næsta sem þeir komust Íslandsmeisturnunum í leiknum. Skipst var á körfum síðustu mínútur fyrri hálfleiks og Valsmenn héld muninum í tveggja stafa tölu. 37-50 þegar gengið var til búningsherbergja. Blaðamaður hafði orð á því í textalýsingu að Haukar mættu ekki hleypa í áhlaup en ekki var hlustað. Valsmenn hertu tökin varnarlega og nýttu sér glufur í vörn heimamanna til að auka muninn í 19 stig þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Þá rönkuðu heimamenn við sér og klóruðu í bakkann en náðu muninum ekki niður nema í 12 stig þegar leikhlutanum var lokið. Heimamenn fengu möguleika á því að koma sér enn betur inn í leikinn í fjórða liekhluta en þáðu það ekki því miður. Þjálfari þeirra sagði að smá atriðin hefðu klikkað hjá sínum mönnum en að sama skapi nýttu Valsmenn ekki sénsana til að loka leiknum þegar færi gafst til. Liðin skiptust á körfum og því að klikka sóknarlega í loka leikhlutanum og því fór að Valsmenn fóru með sigur af hólmi 77-87 og þétta því pakkann við topp deildarinnar og eru komnir með sex stig. Afhverju vann Valur? Valsmenn eru annálað varnarlið og sýndu hæfileika sína á því sviði á löngum köflum í kvöld. Þeir fengu einnig framlag sóknarlega frá mörgum mönnum sem og varnarlega og það er mjög góð blanda. Þá nýttu þeir það vel að ná í sóknarfráköst og fengu 15 stig eftir að hafa gripið þau. Það telur og jafnframt svíður ef þú ert liðið sem nærð ekki að stíga út. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa í of langan tíma í kvöld. Þeir hittu ekki úr nema 27% þriggja stiga skota sinna á móti hefðbundnari 35% hittni Valsmanna fyrir utan línuna. Þá hef ég nefnt sóknarfráköstin og svo gekk þeim illa að fá framlag frá rulluspilurum liðsins. Einungis sjö stig komu af bekk Hauka gegn 18 stigum af bekk Valsmanna. Þá verður að nefna að fyrir þennan leik höfðu Haukar skorað 26,7 stig að meðaltali í fyrsta leikhluta en í kvöld urðu þau ekki nema 14. Bestur á vellinum? Kári Jónsson var yfirburðamaður í kvöld. Hann skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þetta gera 30 framlagspunktar. Hann líka stýrði hraða sinna manna á köflum og keyrði á vörn Hauka þegar á þurfti að halda. Hjá heimamönnum var Norbertas Giga með 26 stig og 10 fráköst. Tölfræði sem vakti athygli? Kristófer Acox skoraði ekki nema fjögur stig í kvöld og oft hafa þau nú verið fleiri. Hann var hinsvegar hæstur í +/- dálkinum en Valsmenn unnu hans mínútur með 18 stigum. Hjálmar Stefánsson var með 19 í +. og sex stig. Báðir gerðu þeir vel varnarlega, stálu boltanum og vörðu skot. Þá töpuðu þeir boltanum ekki nema einu sinni hvor og það hjálpar til. Þar að auki gaf Kristófer þrjár stoðsendingar. Hvað næst? Haukar spila við Keflavík og er það engu síðra próf en leikurinn í kvöld. Þeir þurfa að sýna klærnar ef ekki á illa að fara. Valur fær hinsvegar séns á að sauma annan sigur í þessa sigurhrinu þegar þeir taka á móti botnliði Þórs frá Þorlákshöfn. Kári Jónsson: Það kemur maður í manns stað Stigahæsti leikmaður vallarins, Kári Jónsson, var ánægður með sína menn og hvernig þeir leystu Haukaverkefnið. Hann var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með hjá sínum mönnum. „Mér fannst við bara spila ágætan leik í dag. Sóknarleikurinn náði að flæða á löngum köflum og svo spiluðum við fína vörn. Þeir eru með frábærann miðherja og mér fannst við gera ágætlega í því að stoppa hann en samt skoraði hann helling. En við náðum að lágmarka það hvað auka mennirnir náðu að skora í dag.“ Kári setti niður 28 stig fyrir sína menn og var spurður að því hvað honum fannst hann hafa gert rétt. „Ég var bara aggressívur. Þeir voru að falla mjög djúpt á boltaskríninu og ég bara var aggressívur á skotið og mér líður vel hérna í Ólafssal.“ Það hlýtur að gefa góð fyrirheit fyrir Val að fá framlag úr mörgum áttum sérstaklega þegar það vantar í liðið eins og í kvöld þegar vantaði Ozren Pavlevic. „Já við erum með hörkumannskap. Það kemur maður í manns stað. Benóný [Svanur Sigurðsson] gaf okkur helling í dag í fjarveru Ozzy og það bara stígur einhver upp.“ Þjálfari Vals talaði um það fyrir leik að hann vildi sjá liðið taka skref í rétta átt og var Kári spurður að því hvort honum finndist liðið vera að stíg réttu skrefin. „Algjörlega. Við erum langt frá því enn þá en erum að taka lítil og góð skref. Það skiptir máli. Það væri skrýtið ef við værum frábærir núna og margt sem við þurfum að laga en við erum að gera það. “ Subway-deild karla Haukar Valur Körfubolti
Íslandsmeistarar Vals urðu í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna nýliða Hauka. Lokatölur 77-87, en Valur leiddi frá fyrstu mínútu og var sigurinn verðskuldaður. Bæði lið virkuðu ekki vel tengd, sóknarlega að minnsta kosti, fyrstu mínútur leiksins en Valsmenn tóku þó fyrst við sér og náð sér í 10 stiga forskot þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Hittni beggja liða var ekki góð og alltof margir tapaðir boltar voru hjá liðunum en Haukar gerðu ágætlega í að minnka muninn um eitt stig í lok fyrsta fjórðungs en staðan var 14-23 að honum loknum. Gamla klisjan segir að körfubolti sé leikur áhlaupa og ef litið er til áhlaupa sögu leiksins þá voru áhlaup heimamanna of stutt. Valsmenn hinsvegar geystust af stað í öðrum leikhluta á mjög flott áhlaup og voru komnir með 18 stiga forskot, 16-38, þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Vörnin var góð og þriggja stig ahittnin varð mjög góð á þessum mínútum en Danile Mortensen var sá eini með rænu fyrir heimamenn á þessum tímapunkti. Ef ekki hefði verið fyrir hans framlag hefði munurinn orðið mikið meiri en næsta áhlaup áttu Haukar. Þeir náðu muninum niður í níu stig en það er ca. það næsta sem þeir komust Íslandsmeisturnunum í leiknum. Skipst var á körfum síðustu mínútur fyrri hálfleiks og Valsmenn héld muninum í tveggja stafa tölu. 37-50 þegar gengið var til búningsherbergja. Blaðamaður hafði orð á því í textalýsingu að Haukar mættu ekki hleypa í áhlaup en ekki var hlustað. Valsmenn hertu tökin varnarlega og nýttu sér glufur í vörn heimamanna til að auka muninn í 19 stig þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Þá rönkuðu heimamenn við sér og klóruðu í bakkann en náðu muninum ekki niður nema í 12 stig þegar leikhlutanum var lokið. Heimamenn fengu möguleika á því að koma sér enn betur inn í leikinn í fjórða liekhluta en þáðu það ekki því miður. Þjálfari þeirra sagði að smá atriðin hefðu klikkað hjá sínum mönnum en að sama skapi nýttu Valsmenn ekki sénsana til að loka leiknum þegar færi gafst til. Liðin skiptust á körfum og því að klikka sóknarlega í loka leikhlutanum og því fór að Valsmenn fóru með sigur af hólmi 77-87 og þétta því pakkann við topp deildarinnar og eru komnir með sex stig. Afhverju vann Valur? Valsmenn eru annálað varnarlið og sýndu hæfileika sína á því sviði á löngum köflum í kvöld. Þeir fengu einnig framlag sóknarlega frá mörgum mönnum sem og varnarlega og það er mjög góð blanda. Þá nýttu þeir það vel að ná í sóknarfráköst og fengu 15 stig eftir að hafa gripið þau. Það telur og jafnframt svíður ef þú ert liðið sem nærð ekki að stíga út. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa í of langan tíma í kvöld. Þeir hittu ekki úr nema 27% þriggja stiga skota sinna á móti hefðbundnari 35% hittni Valsmanna fyrir utan línuna. Þá hef ég nefnt sóknarfráköstin og svo gekk þeim illa að fá framlag frá rulluspilurum liðsins. Einungis sjö stig komu af bekk Hauka gegn 18 stigum af bekk Valsmanna. Þá verður að nefna að fyrir þennan leik höfðu Haukar skorað 26,7 stig að meðaltali í fyrsta leikhluta en í kvöld urðu þau ekki nema 14. Bestur á vellinum? Kári Jónsson var yfirburðamaður í kvöld. Hann skoraði 28 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þetta gera 30 framlagspunktar. Hann líka stýrði hraða sinna manna á köflum og keyrði á vörn Hauka þegar á þurfti að halda. Hjá heimamönnum var Norbertas Giga með 26 stig og 10 fráköst. Tölfræði sem vakti athygli? Kristófer Acox skoraði ekki nema fjögur stig í kvöld og oft hafa þau nú verið fleiri. Hann var hinsvegar hæstur í +/- dálkinum en Valsmenn unnu hans mínútur með 18 stigum. Hjálmar Stefánsson var með 19 í +. og sex stig. Báðir gerðu þeir vel varnarlega, stálu boltanum og vörðu skot. Þá töpuðu þeir boltanum ekki nema einu sinni hvor og það hjálpar til. Þar að auki gaf Kristófer þrjár stoðsendingar. Hvað næst? Haukar spila við Keflavík og er það engu síðra próf en leikurinn í kvöld. Þeir þurfa að sýna klærnar ef ekki á illa að fara. Valur fær hinsvegar séns á að sauma annan sigur í þessa sigurhrinu þegar þeir taka á móti botnliði Þórs frá Þorlákshöfn. Kári Jónsson: Það kemur maður í manns stað Stigahæsti leikmaður vallarins, Kári Jónsson, var ánægður með sína menn og hvernig þeir leystu Haukaverkefnið. Hann var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með hjá sínum mönnum. „Mér fannst við bara spila ágætan leik í dag. Sóknarleikurinn náði að flæða á löngum köflum og svo spiluðum við fína vörn. Þeir eru með frábærann miðherja og mér fannst við gera ágætlega í því að stoppa hann en samt skoraði hann helling. En við náðum að lágmarka það hvað auka mennirnir náðu að skora í dag.“ Kári setti niður 28 stig fyrir sína menn og var spurður að því hvað honum fannst hann hafa gert rétt. „Ég var bara aggressívur. Þeir voru að falla mjög djúpt á boltaskríninu og ég bara var aggressívur á skotið og mér líður vel hérna í Ólafssal.“ Það hlýtur að gefa góð fyrirheit fyrir Val að fá framlag úr mörgum áttum sérstaklega þegar það vantar í liðið eins og í kvöld þegar vantaði Ozren Pavlevic. „Já við erum með hörkumannskap. Það kemur maður í manns stað. Benóný [Svanur Sigurðsson] gaf okkur helling í dag í fjarveru Ozzy og það bara stígur einhver upp.“ Þjálfari Vals talaði um það fyrir leik að hann vildi sjá liðið taka skref í rétta átt og var Kári spurður að því hvort honum finndist liðið vera að stíg réttu skrefin. „Algjörlega. Við erum langt frá því enn þá en erum að taka lítil og góð skref. Það skiptir máli. Það væri skrýtið ef við værum frábærir núna og margt sem við þurfum að laga en við erum að gera það. “
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti