„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. október 2022 18:16 Geir Gestsson er verjandi Murats Selivrada. Vísir Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. „Þetta er þannig að það er verið að sakfella saklausan mann og dæma hann í mjög þunga refsingu,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats, í samtali við fréttastofu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp. Murat var í dag dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar ásamt þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi og Angjelin Sterkaj, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsisvistar. „Mér finnst þetta ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Mér finnst að kerfið hafi brugðist,“ segir Geir. Handviss um að málið fari fyrir Hæstarétt Geir segist fullviss um að mál fjórmenninganna verði tekið fyrir af Hæstarétti Íslands. Hann segist eiga eftir að lesa dóminn í heild sinni en að hann telji refsingu umbjóðanda síns með algjörum ólíkindum. Hann segist þó ekki endilega vera hissa á niðurstöðunni. „Ég veit það auðvitað þegar ég fer fyrir Landsrétt að það getur brugðið til beggja vona og ég veit að dómsformaður í þessu máli, Símon Sigvaldason, er ekki þekktur beinlínis fyrir að sýkna. Svo ég get ekki sagt að þetta komi mér fullkomlega á óvart en auðvitað kemur árafjöldinn mér á óvart. Þetta er ótrúleg tala,“ segir Geir. Fréttastofa hefur fjallað um dómstörf Símons Sigvaldasonar en hann hefur stundum verið kallaður „Símon grimmi“ af lögmönnum landsins. Árið 2012, þegar fréttastofa framkvæmdi athugun á héraðsdómaraferli Símons hafði hann aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hafði dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum var því 99,4 prósent. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Geir Gestsson í heild sinni: Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
„Þetta er þannig að það er verið að sakfella saklausan mann og dæma hann í mjög þunga refsingu,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats, í samtali við fréttastofu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp. Murat var í dag dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar ásamt þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi og Angjelin Sterkaj, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsisvistar. „Mér finnst þetta ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Mér finnst að kerfið hafi brugðist,“ segir Geir. Handviss um að málið fari fyrir Hæstarétt Geir segist fullviss um að mál fjórmenninganna verði tekið fyrir af Hæstarétti Íslands. Hann segist eiga eftir að lesa dóminn í heild sinni en að hann telji refsingu umbjóðanda síns með algjörum ólíkindum. Hann segist þó ekki endilega vera hissa á niðurstöðunni. „Ég veit það auðvitað þegar ég fer fyrir Landsrétt að það getur brugðið til beggja vona og ég veit að dómsformaður í þessu máli, Símon Sigvaldason, er ekki þekktur beinlínis fyrir að sýkna. Svo ég get ekki sagt að þetta komi mér fullkomlega á óvart en auðvitað kemur árafjöldinn mér á óvart. Þetta er ótrúleg tala,“ segir Geir. Fréttastofa hefur fjallað um dómstörf Símons Sigvaldasonar en hann hefur stundum verið kallaður „Símon grimmi“ af lögmönnum landsins. Árið 2012, þegar fréttastofa framkvæmdi athugun á héraðsdómaraferli Símons hafði hann aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hafði dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum var því 99,4 prósent. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Geir Gestsson í heild sinni:
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum