„Leikurinn tók á taugarnar en ánægjulegt að hafa lokað þessu“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. október 2022 20:40 Stjarnan KR Subway deild karla vetur 2022 körfubolti KKÍ Helgi Már Magnússon Vísir/Bára Dröfn KR vann sinn fyrsta leik í Subway deildinni í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var í skýjunum eftir leik og var afar ánægður með sína menn sem höfðu tapað fyrstu þremur leikjunum. „Þessi leikur tók á taugarnar en ánægjulegt að ná að loka þessu þar sem mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við stífnuðum undir lokin sem var mögulega afleiðing á því að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum,“ sagði Helgi Már Magnússon og hélt áfram að tala um hversu mikill léttir það væri að komast á blað í deildinni. „Það var ótrúlega góð orka í okkur í fyrsta leikhluta þar sem flæðið var frábært og skotin duttu. Síðan hægðist á okkur þar sem Þór Þorlákshöfn er með gott lið og ég hef engar áhyggjur af þeim. Vonandi náum við að byggja ofan á þennan sigur.“ KR var í bílstjórasætinu allan leikinn en heimamenn komu til baka og jöfnuðu leikinn rétt áður en fjórði leikhluti kláraðist sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. „Davíð Arnar gerði vel í að koma sér fyrir og ná að setja boltann ofan í eftir mikla baráttu. Undir lokin fannst mér við stífna á síðustu mínútunum. Við þurfum að finna betur út úr því hvað við viljum gera í brakinu. Ég man ekki hvenær ég vann leik hérna í Þorlákshöfn síðasta. Það hefur held ég verið í úrslitakeppninni í gamla daga þar sem ég hef ekki unnið hérna í mörg ár.“ Helgi var afar ánægður með hvernig KR spilaði í framlengingunni og hrósaði Degi Kár Jónssyni fyrir sína leiðtogahæfni. „Dagur var stórkostlegur það var risastórt að setja öll þessi víti niður með pressuna á sér. Hann klikkaði á stóru víti á móti Breiðabliki og það sýnir karakterinn sem hann hefur þar sem hann sækist í svona augnablik. Dagur vildi fá boltann undir lokin og hann var frábær í kvöld ásamt öðrum,“ sagði Helgi Már Magnússon að lokum. KR Subway-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
„Þessi leikur tók á taugarnar en ánægjulegt að ná að loka þessu þar sem mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við stífnuðum undir lokin sem var mögulega afleiðing á því að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum,“ sagði Helgi Már Magnússon og hélt áfram að tala um hversu mikill léttir það væri að komast á blað í deildinni. „Það var ótrúlega góð orka í okkur í fyrsta leikhluta þar sem flæðið var frábært og skotin duttu. Síðan hægðist á okkur þar sem Þór Þorlákshöfn er með gott lið og ég hef engar áhyggjur af þeim. Vonandi náum við að byggja ofan á þennan sigur.“ KR var í bílstjórasætinu allan leikinn en heimamenn komu til baka og jöfnuðu leikinn rétt áður en fjórði leikhluti kláraðist sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. „Davíð Arnar gerði vel í að koma sér fyrir og ná að setja boltann ofan í eftir mikla baráttu. Undir lokin fannst mér við stífna á síðustu mínútunum. Við þurfum að finna betur út úr því hvað við viljum gera í brakinu. Ég man ekki hvenær ég vann leik hérna í Þorlákshöfn síðasta. Það hefur held ég verið í úrslitakeppninni í gamla daga þar sem ég hef ekki unnið hérna í mörg ár.“ Helgi var afar ánægður með hvernig KR spilaði í framlengingunni og hrósaði Degi Kár Jónssyni fyrir sína leiðtogahæfni. „Dagur var stórkostlegur það var risastórt að setja öll þessi víti niður með pressuna á sér. Hann klikkaði á stóru víti á móti Breiðabliki og það sýnir karakterinn sem hann hefur þar sem hann sækist í svona augnablik. Dagur vildi fá boltann undir lokin og hann var frábær í kvöld ásamt öðrum,“ sagði Helgi Már Magnússon að lokum.
KR Subway-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira