Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2022 13:05 Sviðið er í þessu glæsilega húsi í nýja miðbænum á Selfossi, sem heitir Friðriksútgáfa og er eftirlíking af samskonar húsi, sem stóð á Möðruvöllum. Sviðið er búið fyrst flokks tækjabúnaði og aðstöðu fyrir hljómsveitir Aðsend Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk. Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi Árborg Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Nýi miðbærinn hefur algjörlega slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum. Starfsemi komst strax í langflest húsin en það eru þó nokkrir staðir, sem hafa verið að opna á síðustu mánuðum. Ein opnunin er í kvöld en þá verður Sviðið, glæsilegur tónleika- og veislusalur á þremur hæðum opnaður með tónleikum Stuðmanna. Þórir Jóhannsson, Selfyssingur er eigandi staðarins. “Það er komið að tímamótum í menningarlífi Sunnlendinga því fyrsti sérhannaði tónleikastaður Selfyssinga og Sunnlendinga er að opna í kvöld, Sviðið í nýja miðbænum. Það er búið að vera að bíða eftir þessu í langan tíma en við erum búnir að vera eitt og hálft ár að koma þessu í gang og nú erum við komin á leiðarenda og í kvöld stígur unglingahljómsveitin Stuðmenn á stokk og opnar fyrir okkur sviðið,” segir Þórir spenntur fyrir kvöldinu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi í nýja miðbænum mun telja í fyrir Stuðmenn og sjá til þess að nýi staðurinn verði formlega opnaður með ávarpi. Helgi Björnsson verður gestasöngvari. Sviðið er í mjög merkilegu húsi. “Já, þetta er í raun og veru Friðriksgáfa, sem er eftirbygging af Friðriksgáfu, sem var á Möðruvöllum og þetta er hús á þremur hæðum. Það er tónleikastaður í kjallaranum, sem tekur um 200 manns, síðan erum við með Miðbarinn, sem er skemmtistaður og sportbar og svo erum við með Hæðina, sem er undir risi þar sem hægt er að halda minni veislur.” Þórir Jóhannsson, eigandi nýja staðarins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er á þremur hæðum.Aðsend En á Þórir von á að svona staður eigi eftir að virka og ganga vel í nýja miðbænum? “Ég hef bara fulla trú á þessu verkefni og eins og ég segi, ég held að það sé mikil þörf og eftirspurn ekki síst, maður finnur það bara á viðbrögðunum, Sunnlendingar og Selfyssingar eru búnir að vera að bíða eftir þessu í töluverðan tíma,” segir Þórir að lokum. Heimasíða nýja staðarsins á Selfossi
Árborg Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira