Lóðaskortur á Ísafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 09:04 Allt stefnir í lóðaskort á Ísafirði verði ekki brugðist snöggt og vel við mikilli eftirspurn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa. Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Sameinað sveitarfélag er það langstærsta á Vestfjörðum með um 3.800 manns, sem er liðlega helmingur allra Vestfirðinga. Heilmikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu. „Það er bara uppbygging fram undan, það er bara svoleiðis. Við þurfum að vinna í því að endurskipuleggja aðalskipulagið okkar og klára það á þessu kjörtímabili. Við þurfum að skipuleggja lóðir, fara í deiliskipulag og endurskoða deiliskipulög, þannig að það er mjög mikil skipulagsvinna fram undan, bæði hér á Ísafirði og í þorpunum hér í kring,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Sigríður Júlía segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft undan við að úthluta nýjum lóðum og nú sé komin upp sú staða að það sé að skella á lóðaskortur á Ísafirði. „Þetta er bara mjög gaman og virkilega gott og mikil stemming í fólki, maður finnur það alveg. Það er allt á uppleið hjá okkur, ég vill meina það. Og við erum líka að byggja nemendagarða hérna, bæði á vegum Háskólasetursins, sem er staðsett hér á Ísafirði og svo er líka verið að byggja nemendagarða á Flateyri fyrir Lýðskólann,“ segir Sigríður Júlía. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar er mjög ánægð með hvað það er mikið að gerast í hennar sveitarfélagi hvað varðar alls konar uppbyggingu og framkvæmdir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti bæjarstjórnar er mjög bjartsýn á framtíðina á Vestfjörðum „Já, framtíðin er björt. Hér er fyrirtæki að vaxa og dafna, bæði í fiskeldi og þeirri starfsemi, sem styður við fiskeldið, sem og nýsköpunarfyrirtæki og allskonar hátækni, sem er að ryðja sér til rúms.“ Sigríður Júlía notar alltaf fundarhamar bæjarstjórnar þegar hún setur bæjarstjórnarfundi. “Fundur er settur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.“ Iðnaðarmenn hafa meira en nóg að gera á Ísafirði við byggingu nýrra húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ísafjarðarbær Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Sameinað sveitarfélag er það langstærsta á Vestfjörðum með um 3.800 manns, sem er liðlega helmingur allra Vestfirðinga. Heilmikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu. „Það er bara uppbygging fram undan, það er bara svoleiðis. Við þurfum að vinna í því að endurskipuleggja aðalskipulagið okkar og klára það á þessu kjörtímabili. Við þurfum að skipuleggja lóðir, fara í deiliskipulag og endurskoða deiliskipulög, þannig að það er mjög mikil skipulagsvinna fram undan, bæði hér á Ísafirði og í þorpunum hér í kring,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Sigríður Júlía segir að bæjaryfirvöld hafi ekki haft undan við að úthluta nýjum lóðum og nú sé komin upp sú staða að það sé að skella á lóðaskortur á Ísafirði. „Þetta er bara mjög gaman og virkilega gott og mikil stemming í fólki, maður finnur það alveg. Það er allt á uppleið hjá okkur, ég vill meina það. Og við erum líka að byggja nemendagarða hérna, bæði á vegum Háskólasetursins, sem er staðsett hér á Ísafirði og svo er líka verið að byggja nemendagarða á Flateyri fyrir Lýðskólann,“ segir Sigríður Júlía. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar er mjög ánægð með hvað það er mikið að gerast í hennar sveitarfélagi hvað varðar alls konar uppbyggingu og framkvæmdir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti bæjarstjórnar er mjög bjartsýn á framtíðina á Vestfjörðum „Já, framtíðin er björt. Hér er fyrirtæki að vaxa og dafna, bæði í fiskeldi og þeirri starfsemi, sem styður við fiskeldið, sem og nýsköpunarfyrirtæki og allskonar hátækni, sem er að ryðja sér til rúms.“ Sigríður Júlía notar alltaf fundarhamar bæjarstjórnar þegar hún setur bæjarstjórnarfundi. “Fundur er settur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.“ Iðnaðarmenn hafa meira en nóg að gera á Ísafirði við byggingu nýrra húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ísafjarðarbær Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira