Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 23:00 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira