Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 10:42 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að erfitt sé að spá um niðurstöður formannsslags innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna. Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira
Í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að hann byði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem fram fer um næstu helgi. Þar mun hann freista þess að steypa núverandi formanni, Bjarna Benediktssyni, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi við þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni í morgun um komandi kosningar. Hann segir ræðu Guðlaugs hafa verið ansi sterka. „Mér fannst athyglisvert að fylgjast með framgöngu Guðlaugs. Svolítið svipað og Kristrún, þá fer hann ofan í rót Sjálfstæðisflokksins. Ofan í gamlan grundvöll sjálfstæðisstefnunnar, talar um ráðdeild í ríkisrekstri, lága skatta. Svo er honum tíðrætt um gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt. Að stéttirnar geti allar átt heima í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Eiríkur. Hann á erfitt með að spá fyrir um hver kemur til með að sigra kosningarnar þar sem ekki er vitað hvernig landsfundurinn verður samansettur. Aðildarfélög flokksins fá hvert og eitt ákveðinn fjölda sæta og tilnefna meðlimi sem fá að mæta á fundinn. Úrslitin hljóta að ráðast á því hverja aðildarfélögin tilnefna. Eiríkur segir að ef hann hefði verið spurður fyrir tveimur vikum síðan hvort Bjarni væri valtur í sessi í formannsstóli þá hefði hann svarað þeirri spurningu neitandi. Hlutirnir hafi breyst þegar Bjarni sagði að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, myndi ekkert endilega víkja úr ríkisstjórn líkt og tilkynnt var þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þá töldu einhverjir að Guðlaugur væri sá sem myndi víkja í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Auðvitað hlýtur [Bjarni] að teljast sigurstranglegri eðli máls samkvæmt. Hann hefur verið formaður lengi, hefur góð tök á flokknum. Hann var alls ekki valtur í sessi, það voru ekki neinar rísandi óánægjuöldur í kringum hann. Maður hefði haldið það fyrirfram. Þetta er uppgjör, það fer af stað þessi umræða fyrir nokkrum dögum, að hugsanlega sé ráðherrastóll Guðlaugs í hættu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur nú tjáð sig um þessa orðróma og sagt að ráðherrastóll Guðlaugs sé ekki í hættu. Eiríkur bendir þó á að hann hafi ekki leiðrétt neitt þegar orðrómurinn gekk á milli manna.
Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira