„Bolsonaro var hræðilegur á alla vegu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2022 23:02 Marcello Milanezi, Brasilíumaður og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Vísir/Egill Brasilíumaður búsettur á Íslandi segir stærsta verkefni nýkjörins forseta að draga úr fátækt, sem hafi aukist á valdatíð Jairs Bolsonaro. Valdatíð fráfarandi forseta hafi verið stórslys á öllum sviðum. Mjótt var á munum í forsetakosningunum en Luiz Inacio Lula de Silva hlaut 50,9 prósent atkvæða gegn Bolsonaro, sem hefur enn ekki viðurkennt tapið eða tjáð sig eftir ósigurinn. „Brasilía er málstaður minn, fólkið er málstaður minn, að berjast gegn eymd er það sem ég lifi fyrir þangað til ég gef upp andann. Ég faðma ykkur öll og megi guð vernda mig þangað til ég hef vegferð mína þann 1. janúar,“ sagði Lula í sigurræðu sinni í nótt. Spilling landlægt vandamál í Brasilíu Bolsonaro lagði mikla áherslu á spillingu í forsetatíð Lula frá 2003 til 2010 og að hann hafi verið dæmdur í fangelsi vegna þess árið 2018. Lula var síðar sleppt en í ljós kom að verulegir gallar voru á rannsókn og dómaframkvæmd og halda margir stuðningsmenn hans að hann hafi verið sóttur til saka til að koma í veg fyrir framboð gegn Bolsonaro á sínum tíma. „Þegar Brasilía sem heild er annars vegar er spilling því miður alls staðar í pólitíkinni,“ segir Marcello Milanezi, Brasilíumaður sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Aðstæður verri nú en fyrir valdatíð Bolsonaro Marcello flutti til Íslands fyrir tæpum fjórum árum, rétt eftir að Bolsonaro var kjörinn forseti. Hann segir Bolsonaro lítt skárri en Lula hvað spillingu varðar. „Það er spilling alls staðar. Ég myndi ekki vita hvernig hægt væri að mynda ríkisstjórn án spillingar ef einhver spyrði mig,“ segir hann. Meðal stóru verkefna Lula verði að tryggja verndun Amason frumskógarins, réttindi frumbyggja Brasilíu og að berjast gegn fátækt, sem hafi versnað í valdatíð Bolsonaros. „Ég var í Brasilíu núna í ágúst og aðstæður heimilislausra, að minnsta kosti í Sao Paulo, voru miklu verri en þegar ég fór,“ segir Marcello. Margir hafi ekki endilega viljað Lula aftur sem forseta en fólk fylkt sér á bak við hann til að tryggja að Bolsonaro viki. „Bolsonaro er hörmulegur á öllum sviðum. Það er erfitt skilja hvernig jafnvel hægrimenn geta stutt hann. Meira að segja efnahagsmálin eru stórslys,“ segir hann. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Mjótt var á munum í forsetakosningunum en Luiz Inacio Lula de Silva hlaut 50,9 prósent atkvæða gegn Bolsonaro, sem hefur enn ekki viðurkennt tapið eða tjáð sig eftir ósigurinn. „Brasilía er málstaður minn, fólkið er málstaður minn, að berjast gegn eymd er það sem ég lifi fyrir þangað til ég gef upp andann. Ég faðma ykkur öll og megi guð vernda mig þangað til ég hef vegferð mína þann 1. janúar,“ sagði Lula í sigurræðu sinni í nótt. Spilling landlægt vandamál í Brasilíu Bolsonaro lagði mikla áherslu á spillingu í forsetatíð Lula frá 2003 til 2010 og að hann hafi verið dæmdur í fangelsi vegna þess árið 2018. Lula var síðar sleppt en í ljós kom að verulegir gallar voru á rannsókn og dómaframkvæmd og halda margir stuðningsmenn hans að hann hafi verið sóttur til saka til að koma í veg fyrir framboð gegn Bolsonaro á sínum tíma. „Þegar Brasilía sem heild er annars vegar er spilling því miður alls staðar í pólitíkinni,“ segir Marcello Milanezi, Brasilíumaður sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Aðstæður verri nú en fyrir valdatíð Bolsonaro Marcello flutti til Íslands fyrir tæpum fjórum árum, rétt eftir að Bolsonaro var kjörinn forseti. Hann segir Bolsonaro lítt skárri en Lula hvað spillingu varðar. „Það er spilling alls staðar. Ég myndi ekki vita hvernig hægt væri að mynda ríkisstjórn án spillingar ef einhver spyrði mig,“ segir hann. Meðal stóru verkefna Lula verði að tryggja verndun Amason frumskógarins, réttindi frumbyggja Brasilíu og að berjast gegn fátækt, sem hafi versnað í valdatíð Bolsonaros. „Ég var í Brasilíu núna í ágúst og aðstæður heimilislausra, að minnsta kosti í Sao Paulo, voru miklu verri en þegar ég fór,“ segir Marcello. Margir hafi ekki endilega viljað Lula aftur sem forseta en fólk fylkt sér á bak við hann til að tryggja að Bolsonaro viki. „Bolsonaro er hörmulegur á öllum sviðum. Það er erfitt skilja hvernig jafnvel hægrimenn geta stutt hann. Meira að segja efnahagsmálin eru stórslys,“ segir hann.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33
Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43