„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Árni Sæberg skrifar 31. október 2022 19:57 Það stefnir í harða baráttu um formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Vísir Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira