Kosið um miklu meira en bara formann Sjálfstæðisflokksins Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 31. október 2022 21:40 Kristrún segir framboðið alls ekki koma á óvart og sé í raun óhjákvæmilegt. VÍSIR/SIGURJÓN Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur starfaði sem aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki árin 2007 til 2009. Hún segir nýjustu vendingar alls ekki koma á óvart. „Það bara þannig að það er svo óskaplega margt sem búið er að semja um í svona samstarfi. Og það er búið að semja um það í þessu samstarfi núna í mörg ár. Það er bara alls ekki einfaldur hlutur og í rauninni næstum því ógjörningur; að ætla sér að setjast þarna inn eins og ekkert hafi í skorist og búast við því að allir aðrir taki því eins og það sé sjálfsagt,“ segir Kristrún. Trúnaðarsamband Bjarna og Katrínar Heimildir fréttastofu innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segja stjórnarsamstarfið oft reyna á, en trúnaðarsamband og traust milli formanna flokkanna, Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur, sé grundvöllur þess að samstarfið hafi gengið hingað til. „Og ég held að það sé enginn vafi á því og það viti það allir sem tengjast íslenskum stjórnmálum að þarna hafi myndast mikið trúnaðarsamband og ég undanskil þar heldur ekki formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga,“ segir Kristrún. Ekki víst að Guðlaugur hafi stjórnað atburðarásinni Þetta samband segja heimildarmenn að sé ekki til staðar milli Guðlaugs og Katrínar, eða Sigurðar Inga. Kristrún segir erfitt að sjá fyrir sér að aðrir flokkar geti myndað ríkisstjórn eins og þingið er skipað núna. Því sé líklegt að blásið verði til þingkosninga, falli sitjandi stjórn. „Það er alveg öruggt að Guðlaugur Þór er að opna á möguleika miklu fleiri aðila heldur en sín. Og það er ekkert víst að það sé endilega hann sem hafi stjórnað atburðarásinni.“ Þetta eru aðeins stærri kosningar heldur en bara um formann Sjálfstæðisflokksins? „Akkúrat, þetta er miklu, miklu stærra mál,“ segir Kristrún að lokum. Fjallað var ítarlega um formannskosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur starfaði sem aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki árin 2007 til 2009. Hún segir nýjustu vendingar alls ekki koma á óvart. „Það bara þannig að það er svo óskaplega margt sem búið er að semja um í svona samstarfi. Og það er búið að semja um það í þessu samstarfi núna í mörg ár. Það er bara alls ekki einfaldur hlutur og í rauninni næstum því ógjörningur; að ætla sér að setjast þarna inn eins og ekkert hafi í skorist og búast við því að allir aðrir taki því eins og það sé sjálfsagt,“ segir Kristrún. Trúnaðarsamband Bjarna og Katrínar Heimildir fréttastofu innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segja stjórnarsamstarfið oft reyna á, en trúnaðarsamband og traust milli formanna flokkanna, Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur, sé grundvöllur þess að samstarfið hafi gengið hingað til. „Og ég held að það sé enginn vafi á því og það viti það allir sem tengjast íslenskum stjórnmálum að þarna hafi myndast mikið trúnaðarsamband og ég undanskil þar heldur ekki formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga,“ segir Kristrún. Ekki víst að Guðlaugur hafi stjórnað atburðarásinni Þetta samband segja heimildarmenn að sé ekki til staðar milli Guðlaugs og Katrínar, eða Sigurðar Inga. Kristrún segir erfitt að sjá fyrir sér að aðrir flokkar geti myndað ríkisstjórn eins og þingið er skipað núna. Því sé líklegt að blásið verði til þingkosninga, falli sitjandi stjórn. „Það er alveg öruggt að Guðlaugur Þór er að opna á möguleika miklu fleiri aðila heldur en sín. Og það er ekkert víst að það sé endilega hann sem hafi stjórnað atburðarásinni.“ Þetta eru aðeins stærri kosningar heldur en bara um formann Sjálfstæðisflokksins? „Akkúrat, þetta er miklu, miklu stærra mál,“ segir Kristrún að lokum. Fjallað var ítarlega um formannskosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10
„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57
Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19