Kosið um miklu meira en bara formann Sjálfstæðisflokksins Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 31. október 2022 21:40 Kristrún segir framboðið alls ekki koma á óvart og sé í raun óhjákvæmilegt. VÍSIR/SIGURJÓN Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur starfaði sem aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki árin 2007 til 2009. Hún segir nýjustu vendingar alls ekki koma á óvart. „Það bara þannig að það er svo óskaplega margt sem búið er að semja um í svona samstarfi. Og það er búið að semja um það í þessu samstarfi núna í mörg ár. Það er bara alls ekki einfaldur hlutur og í rauninni næstum því ógjörningur; að ætla sér að setjast þarna inn eins og ekkert hafi í skorist og búast við því að allir aðrir taki því eins og það sé sjálfsagt,“ segir Kristrún. Trúnaðarsamband Bjarna og Katrínar Heimildir fréttastofu innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segja stjórnarsamstarfið oft reyna á, en trúnaðarsamband og traust milli formanna flokkanna, Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur, sé grundvöllur þess að samstarfið hafi gengið hingað til. „Og ég held að það sé enginn vafi á því og það viti það allir sem tengjast íslenskum stjórnmálum að þarna hafi myndast mikið trúnaðarsamband og ég undanskil þar heldur ekki formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga,“ segir Kristrún. Ekki víst að Guðlaugur hafi stjórnað atburðarásinni Þetta samband segja heimildarmenn að sé ekki til staðar milli Guðlaugs og Katrínar, eða Sigurðar Inga. Kristrún segir erfitt að sjá fyrir sér að aðrir flokkar geti myndað ríkisstjórn eins og þingið er skipað núna. Því sé líklegt að blásið verði til þingkosninga, falli sitjandi stjórn. „Það er alveg öruggt að Guðlaugur Þór er að opna á möguleika miklu fleiri aðila heldur en sín. Og það er ekkert víst að það sé endilega hann sem hafi stjórnað atburðarásinni.“ Þetta eru aðeins stærri kosningar heldur en bara um formann Sjálfstæðisflokksins? „Akkúrat, þetta er miklu, miklu stærra mál,“ segir Kristrún að lokum. Fjallað var ítarlega um formannskosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur starfaði sem aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki árin 2007 til 2009. Hún segir nýjustu vendingar alls ekki koma á óvart. „Það bara þannig að það er svo óskaplega margt sem búið er að semja um í svona samstarfi. Og það er búið að semja um það í þessu samstarfi núna í mörg ár. Það er bara alls ekki einfaldur hlutur og í rauninni næstum því ógjörningur; að ætla sér að setjast þarna inn eins og ekkert hafi í skorist og búast við því að allir aðrir taki því eins og það sé sjálfsagt,“ segir Kristrún. Trúnaðarsamband Bjarna og Katrínar Heimildir fréttastofu innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segja stjórnarsamstarfið oft reyna á, en trúnaðarsamband og traust milli formanna flokkanna, Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur, sé grundvöllur þess að samstarfið hafi gengið hingað til. „Og ég held að það sé enginn vafi á því og það viti það allir sem tengjast íslenskum stjórnmálum að þarna hafi myndast mikið trúnaðarsamband og ég undanskil þar heldur ekki formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga,“ segir Kristrún. Ekki víst að Guðlaugur hafi stjórnað atburðarásinni Þetta samband segja heimildarmenn að sé ekki til staðar milli Guðlaugs og Katrínar, eða Sigurðar Inga. Kristrún segir erfitt að sjá fyrir sér að aðrir flokkar geti myndað ríkisstjórn eins og þingið er skipað núna. Því sé líklegt að blásið verði til þingkosninga, falli sitjandi stjórn. „Það er alveg öruggt að Guðlaugur Þór er að opna á möguleika miklu fleiri aðila heldur en sín. Og það er ekkert víst að það sé endilega hann sem hafi stjórnað atburðarásinni.“ Þetta eru aðeins stærri kosningar heldur en bara um formann Sjálfstæðisflokksins? „Akkúrat, þetta er miklu, miklu stærra mál,“ segir Kristrún að lokum. Fjallað var ítarlega um formannskosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10
„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57
Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19