Tók af sér hjálminn eftir snilldar snertimark og klúðraði leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 14:00 DJ Moore tók af sér hjálminn þegar hann fagnaði snertimarkinu og það varð á endanum dýrkeypt. AP/John Amis Leikmenn hafa sjaldan farið jafnfljótt úr því að vera hetja í það að verða skúrkur og NFL-leikmaðurinn DJ Moore um helgina. DJ Moore hélt að hann hefði tryggt liði sínu Carolina Panthers sigurinn á móti Atlanta Falcons eftir að hafa skorað magnað snertimark. Snertimarkið kom eftir mjög langa sendingu og mikil tilþrif útherjans. Hann jafnaði metin og aðeins var eftir fyrir Panthers menn að skora aukastigið sem oftast er formsatriði. 67.6 yards in the air @pjwalker_5's Hail Mary to @idjmoore was the longest completion by air distance in the @NextGenStats era (since 2016). pic.twitter.com/cSQ1Hye6j9— NFL (@NFL) October 31, 2022 DJ Moore gerði hins vegar stór mistök í fagnaðarlátum sínum því hann tók af sér hjálminn inn á vellinum sem er stranglega bannað. Hann fékk á sig refsingu og sparkið fyrir aukastigið færðist því mun lengra frá markinu og erfiðleikastuðull þess hækkaði til mikillar muna. Svo fór að sparkarinn Eddy Pineiro, sem hefði farið létt með að sparka af 30 metra færi, klikkaði á vallarmarktilraun sinni frá 44 metrum. The Carolina Panthers were penalized after scoring a TD in the last minute. DJ Moore took his helmet off and a flag was thrown. Panthers missed the extra point and lost in OT. But Moore was off the field when he removed his helmet. @NFLOfficiating was this call correct? pic.twitter.com/gWHfdcItOL— Tony Dungy (@TonyDungy) October 30, 2022 Því varð að framlengja leikinn og þar hafði Atlanta Falcons liðið betur. Þeir unnu á vallarmarki. DJ Moore var harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og af spekingum. Hann hefði átt sviðið og verið hlaðinn lofti hefði snertimarkið unnið leikinn en í staðinn var hraunað yfir hann. Svo eru það hinir sem finnst þetta vera mjög ströng refsing fyrir þetta hugsunarleysi kappans. NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
DJ Moore hélt að hann hefði tryggt liði sínu Carolina Panthers sigurinn á móti Atlanta Falcons eftir að hafa skorað magnað snertimark. Snertimarkið kom eftir mjög langa sendingu og mikil tilþrif útherjans. Hann jafnaði metin og aðeins var eftir fyrir Panthers menn að skora aukastigið sem oftast er formsatriði. 67.6 yards in the air @pjwalker_5's Hail Mary to @idjmoore was the longest completion by air distance in the @NextGenStats era (since 2016). pic.twitter.com/cSQ1Hye6j9— NFL (@NFL) October 31, 2022 DJ Moore gerði hins vegar stór mistök í fagnaðarlátum sínum því hann tók af sér hjálminn inn á vellinum sem er stranglega bannað. Hann fékk á sig refsingu og sparkið fyrir aukastigið færðist því mun lengra frá markinu og erfiðleikastuðull þess hækkaði til mikillar muna. Svo fór að sparkarinn Eddy Pineiro, sem hefði farið létt með að sparka af 30 metra færi, klikkaði á vallarmarktilraun sinni frá 44 metrum. The Carolina Panthers were penalized after scoring a TD in the last minute. DJ Moore took his helmet off and a flag was thrown. Panthers missed the extra point and lost in OT. But Moore was off the field when he removed his helmet. @NFLOfficiating was this call correct? pic.twitter.com/gWHfdcItOL— Tony Dungy (@TonyDungy) October 30, 2022 Því varð að framlengja leikinn og þar hafði Atlanta Falcons liðið betur. Þeir unnu á vallarmarki. DJ Moore var harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og af spekingum. Hann hefði átt sviðið og verið hlaðinn lofti hefði snertimarkið unnið leikinn en í staðinn var hraunað yfir hann. Svo eru það hinir sem finnst þetta vera mjög ströng refsing fyrir þetta hugsunarleysi kappans.
NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira