Segir millitekjufólk í vandræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 13:16 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Formaður Starfsgreinasambandsins segir kröfugerð Eflingar raunhæfa og vel unna. Nauðsynlegt væri að ná fram krónutöluhækkun enda hafi framfærslukostnaður launafólks hækkað svo gríðarlega að nú væri millitekjufólk að berjast í bökkum. Í gær afhenti Efling Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstímabili. Formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á kröfugerðina, segir hana vel unna og raunhæfa. „Og harmónerar í raun og veru algjörlega við það hvernig ég sér fyrir mér að við nálgumst þetta verkefni. Eina sem liggur ekki fyrir hjá okkur í Starfsgreinasambandinu er tímalengd samningsins og hversu langur hann verður. Það er ástæðan fyrir því að við í Starfsgreinasambandinu vorum ekki búin að koma okkur niður á hver krónutalan ætti að vera, það fer eftir því hversu langur samningurinn er. Þessi tala sem þau nefna þarna finnst mér algjörlega vera mjög góð,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir framfærslukostnað launafólks hafa hækkað gríðarlega á undanförnum tólf til fjórtán mánuðum. „Það er alveg ljóst að það er ekki bara lágtekjufólk sem á í erfiðleikum með að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn, heldur er það líka orðið venjulegt millitekjufólk sem hefur verið að lenda í vandræðum sökum mikillar hækkunar á vaxtabyrði, leigu eða öðru slíku.“ Hann væri persónulega tilbúinn að styðja kröfugerð Eflingar. Viðræður bandalags Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verlzunarmanna við Samtök atvinnulífsins eru á góðu róli að sögn Vilhjálms en í dag væri fyrirhugaður þriggja tíma fundur með þeim. Vill Eflingu með Þetta bandalag ykkar, fer Efling með í það? „Staðan er bara þannig að það er réttur hvers stéttarfélags fyrir sig að vera með samningsumboðið sitt hjá sér en ég hef alla tíð sagt það að því fleiri sem við erum saman því sterkari afl erum við. Að sjálfsögðu myndi ég vilja sjá Eflingu með okkur í þessu bandalagi“ Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Í gær afhenti Efling Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstímabili. Formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á kröfugerðina, segir hana vel unna og raunhæfa. „Og harmónerar í raun og veru algjörlega við það hvernig ég sér fyrir mér að við nálgumst þetta verkefni. Eina sem liggur ekki fyrir hjá okkur í Starfsgreinasambandinu er tímalengd samningsins og hversu langur hann verður. Það er ástæðan fyrir því að við í Starfsgreinasambandinu vorum ekki búin að koma okkur niður á hver krónutalan ætti að vera, það fer eftir því hversu langur samningurinn er. Þessi tala sem þau nefna þarna finnst mér algjörlega vera mjög góð,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir framfærslukostnað launafólks hafa hækkað gríðarlega á undanförnum tólf til fjórtán mánuðum. „Það er alveg ljóst að það er ekki bara lágtekjufólk sem á í erfiðleikum með að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn, heldur er það líka orðið venjulegt millitekjufólk sem hefur verið að lenda í vandræðum sökum mikillar hækkunar á vaxtabyrði, leigu eða öðru slíku.“ Hann væri persónulega tilbúinn að styðja kröfugerð Eflingar. Viðræður bandalags Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verlzunarmanna við Samtök atvinnulífsins eru á góðu róli að sögn Vilhjálms en í dag væri fyrirhugaður þriggja tíma fundur með þeim. Vill Eflingu með Þetta bandalag ykkar, fer Efling með í það? „Staðan er bara þannig að það er réttur hvers stéttarfélags fyrir sig að vera með samningsumboðið sitt hjá sér en ég hef alla tíð sagt það að því fleiri sem við erum saman því sterkari afl erum við. Að sjálfsögðu myndi ég vilja sjá Eflingu með okkur í þessu bandalagi“
Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
„Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels