Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2022 15:50 Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson ásamt Hólmfríði Gísladóttur, stjórnanda Pallborðsins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem þeir tókust á um hvor þeirra ætti að leiða Sjálfstæðisflokkinn til frambúðar. Kosið verður um formannsembættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Guðlaugur Þór með áhyggjur af framtíðinni, Bjarni vísaði í áhrif sem flokkurinn hafi haft undir hans stjórn Segja má að aðaláhersluatriði þáttarins hafi verið staða Sjálfstæðisflokksins, verri staða hans nú en í fortíðinni, hvað hafi áhrif á það að þessi staða væri upp og hvernig væri best að bregðast við henni. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Tónninn ekki góður að mati Guðlaugs Þórs Í þættinum lagði Guðlaugur Þór áherslu á að staða flokksins hafi versnað í stjórnartíð Bjarna, fylgi flokksins hafi minnkað og snúa þyrfti við stöðunni. Bjarni lagði hins vegar áherslu á að yfirlýsingar um að stækka þyrfti flokkinn væri í raun innihaldslausar yfirlýsingar. Taka þyrfti mið að því að aðstæður í stjórnmálum nú væru aðrar en í fortíðinni. Að auki benti Bjarni á að flokkurinn hafi verið samfellt í ríkisstjórn frá árinu 2013. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku og loftslagsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert leyndarmál að mörgum fannst skrýtið þegar við unnum enn einn varnarsigurinn í vor með frábært fólk út um allt land í kosningabaráttunni að tónninn sem var sleginn þá, að þetta væri allt í lagi því að við værum ennþá stærsti flokkurinn, að það var eitthvað sem fólk fannst að væri orðin ákveðin uppgjöf,“ sagði Guðlaugur Þór. Vísaði Guðlaugur Þór í að stuðningsmenn hans teldu að flokkurinn væri að missa tengslin grunngildi flokksins. Þó sagði Guðlaugur Þór að hann ætlaði sér ekki að gagnrýna Bjarna, hann taldi þó flokkinn geta gert betur. „Menn nefna oft hugtakið stétt með stétt í því samhengi,“ sagði Guðlaugur Þór og bætti við að það hafi ekki verið auðvelt að taka ákvörðun um að bjóða sig fram gegn Bjarna, ákvörðunin hafi verið tekin að morgni laugardags. Fram kom í máli Bjarna að það hafi hins vegar verið augljóst að unnið hafi verið að framboði Guðlaugs Þórs í margar vikur, þrátt fyrir að Bjarni hafi ekki fengið endanlega staðfestingu á því fyrr en á sunnudaginn. Bjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm „Það vitum við alveg að það hefur verið hringt í trúnaðarfólk í Sjálfstæðisflokknum í margar vikur,“ sagði Bjarni. Ekkert að stöðva Guðlaug Þór að vinna að því að efla flokkinn í núverandi stöðu Varðandi gagnrýni Guðlaugs Þórs um að flokkurinn gæti gert betur í kosningum sagði Bjarni að það væri ekkert sem stoppaði Guðlaug Þór í að vinna í því að gera flokkinn betri í sínu eigin kjördæmi þar sem hann er oddviti flokksins. „Það er enginn að stoppa hann í að draga allt þetta fólk í Valhöll til liðs við flokkinn,“ sagði Bjarni. Leiðin til þess að efla flokkinn væri að mati Bjarna í gegnum málefnin. Stjórnmál snúist um stefnu og hugmyndafræðilega baráttu sem snerti daglegt líf fólks. Vísaði Bjarni í að Sjálfstæðisflokkurinn hafi, með samfelldri setu í ríkisstjórn, tekist að koma sínum stefnumálum að „Við erum í ríkisstjórn núna. Við höfum verið í ríkisstjórn síðan 2013. Það er ekki sjálfsagt mál en það er stórmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera í ríkisstjórnarsamstarfi til þess að hrinda stefnumálum flokksins í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Það fór vel á með þeim félögum eftir þáttinn.Vísir/Vilhelm Sagði Bjarni að leiðin til að ná meira fylgi væri að láta stefnumálin tala fyrir fólkið í landinu. „Það þýðir ekkert að fara fram og segja að við ætlum að verða stór. Það er bara innihaldslaus yfirlýsing,“ sagði Bjarni. Hlusta þyrfti á fólk og hrinda hlutum í framkvæmd. Hitnaði í kolunum í umræðum um ástæður fyrir minnkandi fylgi Aðspurður um fylgi flokksins undanfarin ár, sem hefur farið lækkandi í sögulegu samhengi, vísaði Bjarni til þess að tímarnir hafi breyst. Svaraði Bjarni því að það væri erfitt að líta til gömlu dagana. „Ég skal segja þér eina ástæðu fyrir því að það er erfitt. Það er einfaldlega annað fólk að kjósa. Það er nýjar kynslóðir með aðrar væntingar sem fæddust inn í annars konar samfélag. Við erum að breytast og við viljum breytast. Verkefni stjórnmálaflokka er að breytast í takt við tímann, að skilja hvað það er sem heldur Íslandi í fremstu röð á milli þjóða,“ sagði Bjarni og vísaði einnig til fjölgun flokka sem komast inn á Alþingi í kosningum. Umræðurnar í þættinum voru að mestu leyti á vinsamlegum nótum en nokkur hiti færðist í leikinn þegar Guðlaugur Þór gerði athugasemd við ummælin um nýjar kynslóðir. Sagði Guðlaugur Þór að sú staða væri alltaf upp á teningnum, nýjar kynslóðir bættust við í hverjum kosningum. Eftir nokkur skot fram og til baka um hvort Bjarni hafi eða hafi ekki sagt að ekki væri hægt að ná fyrri árangri vegna nýrra kjósenda sagði Guðlaugur Þór að punkturinn hans væri að ekki væri hægt að ætlast til þess að endurtaka söguna. Hann væri einnig ekki að segja að allt hafi verið ómögulegt undir stjórn Bjarna. Stutt í grínið þrátt fyrir að vera keppinautar um formannsembætti Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Það sem ég er að segja er að staðreyndirnar eru þessar: Það er búið að vera svolítið langur tími frá því að við höfum náð þeim árangri sem við höfum viljað sjá. Maður hefur áhyggjur af því að það sé ekkert á sjóndeildarhringnum sem bendir til þess að við séum að ná þessum árangri,“ sagði Guðlaugur Þór. Sagði Guðlaugur Þór að áður fyrr þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð væntum árangri í kosningum hafi verið gripið til aðgerða. „Þá var allt sett á fullt til þess að það gerðist aldrei aftur. Það var aldrei þessi tónn sem ég hef áhyggjur af, mestar áhyggjur af, að það sé ekki hægt, út af breyttum aðstæðum, út af nýjum aðstæðum, það er ekki leiðin áfram.“ Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem þeir tókust á um hvor þeirra ætti að leiða Sjálfstæðisflokkinn til frambúðar. Kosið verður um formannsembættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Guðlaugur Þór með áhyggjur af framtíðinni, Bjarni vísaði í áhrif sem flokkurinn hafi haft undir hans stjórn Segja má að aðaláhersluatriði þáttarins hafi verið staða Sjálfstæðisflokksins, verri staða hans nú en í fortíðinni, hvað hafi áhrif á það að þessi staða væri upp og hvernig væri best að bregðast við henni. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Tónninn ekki góður að mati Guðlaugs Þórs Í þættinum lagði Guðlaugur Þór áherslu á að staða flokksins hafi versnað í stjórnartíð Bjarna, fylgi flokksins hafi minnkað og snúa þyrfti við stöðunni. Bjarni lagði hins vegar áherslu á að yfirlýsingar um að stækka þyrfti flokkinn væri í raun innihaldslausar yfirlýsingar. Taka þyrfti mið að því að aðstæður í stjórnmálum nú væru aðrar en í fortíðinni. Að auki benti Bjarni á að flokkurinn hafi verið samfellt í ríkisstjórn frá árinu 2013. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku og loftslagsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert leyndarmál að mörgum fannst skrýtið þegar við unnum enn einn varnarsigurinn í vor með frábært fólk út um allt land í kosningabaráttunni að tónninn sem var sleginn þá, að þetta væri allt í lagi því að við værum ennþá stærsti flokkurinn, að það var eitthvað sem fólk fannst að væri orðin ákveðin uppgjöf,“ sagði Guðlaugur Þór. Vísaði Guðlaugur Þór í að stuðningsmenn hans teldu að flokkurinn væri að missa tengslin grunngildi flokksins. Þó sagði Guðlaugur Þór að hann ætlaði sér ekki að gagnrýna Bjarna, hann taldi þó flokkinn geta gert betur. „Menn nefna oft hugtakið stétt með stétt í því samhengi,“ sagði Guðlaugur Þór og bætti við að það hafi ekki verið auðvelt að taka ákvörðun um að bjóða sig fram gegn Bjarna, ákvörðunin hafi verið tekin að morgni laugardags. Fram kom í máli Bjarna að það hafi hins vegar verið augljóst að unnið hafi verið að framboði Guðlaugs Þórs í margar vikur, þrátt fyrir að Bjarni hafi ekki fengið endanlega staðfestingu á því fyrr en á sunnudaginn. Bjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm „Það vitum við alveg að það hefur verið hringt í trúnaðarfólk í Sjálfstæðisflokknum í margar vikur,“ sagði Bjarni. Ekkert að stöðva Guðlaug Þór að vinna að því að efla flokkinn í núverandi stöðu Varðandi gagnrýni Guðlaugs Þórs um að flokkurinn gæti gert betur í kosningum sagði Bjarni að það væri ekkert sem stoppaði Guðlaug Þór í að vinna í því að gera flokkinn betri í sínu eigin kjördæmi þar sem hann er oddviti flokksins. „Það er enginn að stoppa hann í að draga allt þetta fólk í Valhöll til liðs við flokkinn,“ sagði Bjarni. Leiðin til þess að efla flokkinn væri að mati Bjarna í gegnum málefnin. Stjórnmál snúist um stefnu og hugmyndafræðilega baráttu sem snerti daglegt líf fólks. Vísaði Bjarni í að Sjálfstæðisflokkurinn hafi, með samfelldri setu í ríkisstjórn, tekist að koma sínum stefnumálum að „Við erum í ríkisstjórn núna. Við höfum verið í ríkisstjórn síðan 2013. Það er ekki sjálfsagt mál en það er stórmál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera í ríkisstjórnarsamstarfi til þess að hrinda stefnumálum flokksins í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Það fór vel á með þeim félögum eftir þáttinn.Vísir/Vilhelm Sagði Bjarni að leiðin til að ná meira fylgi væri að láta stefnumálin tala fyrir fólkið í landinu. „Það þýðir ekkert að fara fram og segja að við ætlum að verða stór. Það er bara innihaldslaus yfirlýsing,“ sagði Bjarni. Hlusta þyrfti á fólk og hrinda hlutum í framkvæmd. Hitnaði í kolunum í umræðum um ástæður fyrir minnkandi fylgi Aðspurður um fylgi flokksins undanfarin ár, sem hefur farið lækkandi í sögulegu samhengi, vísaði Bjarni til þess að tímarnir hafi breyst. Svaraði Bjarni því að það væri erfitt að líta til gömlu dagana. „Ég skal segja þér eina ástæðu fyrir því að það er erfitt. Það er einfaldlega annað fólk að kjósa. Það er nýjar kynslóðir með aðrar væntingar sem fæddust inn í annars konar samfélag. Við erum að breytast og við viljum breytast. Verkefni stjórnmálaflokka er að breytast í takt við tímann, að skilja hvað það er sem heldur Íslandi í fremstu röð á milli þjóða,“ sagði Bjarni og vísaði einnig til fjölgun flokka sem komast inn á Alþingi í kosningum. Umræðurnar í þættinum voru að mestu leyti á vinsamlegum nótum en nokkur hiti færðist í leikinn þegar Guðlaugur Þór gerði athugasemd við ummælin um nýjar kynslóðir. Sagði Guðlaugur Þór að sú staða væri alltaf upp á teningnum, nýjar kynslóðir bættust við í hverjum kosningum. Eftir nokkur skot fram og til baka um hvort Bjarni hafi eða hafi ekki sagt að ekki væri hægt að ná fyrri árangri vegna nýrra kjósenda sagði Guðlaugur Þór að punkturinn hans væri að ekki væri hægt að ætlast til þess að endurtaka söguna. Hann væri einnig ekki að segja að allt hafi verið ómögulegt undir stjórn Bjarna. Stutt í grínið þrátt fyrir að vera keppinautar um formannsembætti Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Það sem ég er að segja er að staðreyndirnar eru þessar: Það er búið að vera svolítið langur tími frá því að við höfum náð þeim árangri sem við höfum viljað sjá. Maður hefur áhyggjur af því að það sé ekkert á sjóndeildarhringnum sem bendir til þess að við séum að ná þessum árangri,“ sagði Guðlaugur Þór. Sagði Guðlaugur Þór að áður fyrr þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð væntum árangri í kosningum hafi verið gripið til aðgerða. „Þá var allt sett á fullt til þess að það gerðist aldrei aftur. Það var aldrei þessi tónn sem ég hef áhyggjur af, mestar áhyggjur af, að það sé ekki hægt, út af breyttum aðstæðum, út af nýjum aðstæðum, það er ekki leiðin áfram.“
Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent