Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 19:22 Einar segir nauðsynlegt að hagræða í rekstrinum. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Ný fjármálastefna var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Samkvæmt áætluninni verður ráðist í miklar hagræðingar vegna hallareksturs borgarinnar. „Þegar ég fór í framboð var hallinn 3,8 milljarðar á síðasta ári. Núna er útkomuspáin að hann verði 15,3 milljarðar. Það gengur ekki lengur, það þarf að taka á undirliggjandi rekstri A-hlutans og fara í aðhald. Það erum við að gera,“ sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar segir að ekki verði ráðist í neinar hópuppsagnir en svokölluð aðhaldskrafa verður sett á öll svið sem þýðir að ekki er gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. „Vegna þess að við höfum sé það að launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun.“ Hlífa skólunum „Við ætlum að hlífa skólunum og þeim starfsstöðvum þar sem undirmönnun ríkir en allt annað þurfum við að rýna vel og meta hvort ráðið verði í störfin.“ Hann segir að ná þurfi stöðugildunum niður í það sem teljist sjálfbært. Hagræðingin verður að sögn Einars verkefnamiðuð þar sem gerður verður greinarmunur á grunnþjónustu borgarinnar og annarri þjónustu. „Það er mikilvægt að taka erfiðar ákvarðanir núna strax í upphafi kjörtímabilsins. Þetta er samt sem áður enginn gríðarlegur niðurskurður. Þetta er hagræðing og aðhald, skynsamlega sett fram með þeim áherslum að við verndum framlínuþjónustuna þannig að þetta bitni sem minnst á borgarbúum. Við erum aðallega að rýna inn á við. Við erum að skera niður inn á við og það er algjört lykilatriði.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Ný fjármálastefna var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Samkvæmt áætluninni verður ráðist í miklar hagræðingar vegna hallareksturs borgarinnar. „Þegar ég fór í framboð var hallinn 3,8 milljarðar á síðasta ári. Núna er útkomuspáin að hann verði 15,3 milljarðar. Það gengur ekki lengur, það þarf að taka á undirliggjandi rekstri A-hlutans og fara í aðhald. Það erum við að gera,“ sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar segir að ekki verði ráðist í neinar hópuppsagnir en svokölluð aðhaldskrafa verður sett á öll svið sem þýðir að ekki er gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. „Vegna þess að við höfum sé það að launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun.“ Hlífa skólunum „Við ætlum að hlífa skólunum og þeim starfsstöðvum þar sem undirmönnun ríkir en allt annað þurfum við að rýna vel og meta hvort ráðið verði í störfin.“ Hann segir að ná þurfi stöðugildunum niður í það sem teljist sjálfbært. Hagræðingin verður að sögn Einars verkefnamiðuð þar sem gerður verður greinarmunur á grunnþjónustu borgarinnar og annarri þjónustu. „Það er mikilvægt að taka erfiðar ákvarðanir núna strax í upphafi kjörtímabilsins. Þetta er samt sem áður enginn gríðarlegur niðurskurður. Þetta er hagræðing og aðhald, skynsamlega sett fram með þeim áherslum að við verndum framlínuþjónustuna þannig að þetta bitni sem minnst á borgarbúum. Við erum aðallega að rýna inn á við. Við erum að skera niður inn á við og það er algjört lykilatriði.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira