Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 1. nóvember 2022 20:46 Taylor tilkynnti dagsetningar Bandaríkjahluta tónleikaferðalagsins fyrr í dag. Getty/Terry Wyatt, Twitter/Taylor Swift Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. Þetta er fyrsta tónleikaferðalag Swift síðan árið 2018 þegar hún fór um víðan völl vegna plötu sinnar „Reputation.“ Dagsetningarnar sem kynntar hafa verið ná aðeins yfir Bandaríkin og virðist sá hluti tónleikaferðalagsins standa yfir frá mars fram í ágúst á næsta ári. Dagsetningar fyrir önnur lönd heimsins hafa ekki verið kynntar að svo staddar en þær eru sagða væntanlegar. Variety greinir frá þessu. Frá því að hún hélt síðast á tónleikaferðalag hefur Swift gefið út 4 nýjar plötur, þær „Lover,“ „Folklore,“ „Evermore,“ og „Midnights“ ásamt því að hafa einnig gefið út tvær plötur í endurupptöku. Því er óhætt að segja að af nógu sé að taka fyrir Swift þegar hún kemur fram á ný. Tónlistarfólkið sem mun hita upp fyrir hana á tónleikaferðalaginu er ekki af verri endanum en það eru Haim systur, Hljómsveitin Paramore og Phoebe Bridges ásamt fleirum. Nýjasta plata Swift „Midnights“ hefur vakið mikla lukku eftir að hún kom út 21. október. Tónlistarkonan hefur til dæmis slegið met hvað varðar fjölda laga í topp tíu sætum Billboard listans en lög hennar af nýju plötunni skipa öll sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 64 ára sögu listans sem þetta gerist. Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í bráð Söngkonan Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í náinni framtíð í viðtali Graham Norton. Hún gaf nýlega út plötuna Midnight sem sló öll met á Spotify og varð mest spilaða platan á einum degi. Myndband við eitt laganna á plötunni hefur þó verið umdeilt og talið ýta undir fitufordóma. 28. október 2022 18:01 Taylor Swift skráir sig í sögubækurnar Lög söngkonunnar Taylor Swift skipa öll tíu efstu sæti Billboard listans í Bandaríkjunum. Hún er fyrsti tónlistarmaðurinn í 64 ára sögu listans sem nær þessum árangri. 31. október 2022 18:37 Miðnætursöngvar Taylor Swift opinbera þráhugsanir og drauma Ný plata Taylor Swift „Midnights“ birtist á helstu tónlistarveitum í nótt. Platan er stútfull af nýjum lögum, nánar til tekið tuttugu talsins. Platan einkennist af einskonar rafpoppi og er uppfull af einstakri textasmíð Swift sem aðdáendur og aðrir áhugasamir ættu að geta tengt við. 21. október 2022 16:29 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þetta er fyrsta tónleikaferðalag Swift síðan árið 2018 þegar hún fór um víðan völl vegna plötu sinnar „Reputation.“ Dagsetningarnar sem kynntar hafa verið ná aðeins yfir Bandaríkin og virðist sá hluti tónleikaferðalagsins standa yfir frá mars fram í ágúst á næsta ári. Dagsetningar fyrir önnur lönd heimsins hafa ekki verið kynntar að svo staddar en þær eru sagða væntanlegar. Variety greinir frá þessu. Frá því að hún hélt síðast á tónleikaferðalag hefur Swift gefið út 4 nýjar plötur, þær „Lover,“ „Folklore,“ „Evermore,“ og „Midnights“ ásamt því að hafa einnig gefið út tvær plötur í endurupptöku. Því er óhætt að segja að af nógu sé að taka fyrir Swift þegar hún kemur fram á ný. Tónlistarfólkið sem mun hita upp fyrir hana á tónleikaferðalaginu er ekki af verri endanum en það eru Haim systur, Hljómsveitin Paramore og Phoebe Bridges ásamt fleirum. Nýjasta plata Swift „Midnights“ hefur vakið mikla lukku eftir að hún kom út 21. október. Tónlistarkonan hefur til dæmis slegið met hvað varðar fjölda laga í topp tíu sætum Billboard listans en lög hennar af nýju plötunni skipa öll sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 64 ára sögu listans sem þetta gerist.
Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í bráð Söngkonan Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í náinni framtíð í viðtali Graham Norton. Hún gaf nýlega út plötuna Midnight sem sló öll met á Spotify og varð mest spilaða platan á einum degi. Myndband við eitt laganna á plötunni hefur þó verið umdeilt og talið ýta undir fitufordóma. 28. október 2022 18:01 Taylor Swift skráir sig í sögubækurnar Lög söngkonunnar Taylor Swift skipa öll tíu efstu sæti Billboard listans í Bandaríkjunum. Hún er fyrsti tónlistarmaðurinn í 64 ára sögu listans sem nær þessum árangri. 31. október 2022 18:37 Miðnætursöngvar Taylor Swift opinbera þráhugsanir og drauma Ný plata Taylor Swift „Midnights“ birtist á helstu tónlistarveitum í nótt. Platan er stútfull af nýjum lögum, nánar til tekið tuttugu talsins. Platan einkennist af einskonar rafpoppi og er uppfull af einstakri textasmíð Swift sem aðdáendur og aðrir áhugasamir ættu að geta tengt við. 21. október 2022 16:29 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í bráð Söngkonan Taylor Swift boðar tónleikaferðalag í náinni framtíð í viðtali Graham Norton. Hún gaf nýlega út plötuna Midnight sem sló öll met á Spotify og varð mest spilaða platan á einum degi. Myndband við eitt laganna á plötunni hefur þó verið umdeilt og talið ýta undir fitufordóma. 28. október 2022 18:01
Taylor Swift skráir sig í sögubækurnar Lög söngkonunnar Taylor Swift skipa öll tíu efstu sæti Billboard listans í Bandaríkjunum. Hún er fyrsti tónlistarmaðurinn í 64 ára sögu listans sem nær þessum árangri. 31. október 2022 18:37
Miðnætursöngvar Taylor Swift opinbera þráhugsanir og drauma Ný plata Taylor Swift „Midnights“ birtist á helstu tónlistarveitum í nótt. Platan er stútfull af nýjum lögum, nánar til tekið tuttugu talsins. Platan einkennist af einskonar rafpoppi og er uppfull af einstakri textasmíð Swift sem aðdáendur og aðrir áhugasamir ættu að geta tengt við. 21. október 2022 16:29