„Skóli án söngs er eins og regnbogi án lita“ Kristín Valsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 07:00 Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er ég nýstaðin upp frá upphafi þings Kennarasambands Íslands á Grand hóteli í Reykjavík. Þar héldu góðar ræður ráðherrann, framáfólk KÍ, BSRB og erlendir gestir. Það sem hins vegar sló í gegn og sló vonandi tóninn fyrir þingstörfin næstu daga var hljómsveitin Espólín. Hana skipa sjö 11 til 12 ára krakkar sem eru í námi í MIÐSTÖÐINNI. Það er sameiginleg rytmadeild Tónlistarskólans í Grafarvogi og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Um leið og mitt gamla tónmenntakennarahjarta þandist út af spilagleði, frábærri spilamennsku og orku krakkanna þá læddist sorgin inn. Sorg yfir því að það eru svo mörg börn sem fara á mis við þessa gleði. Óviðunandi staða Staðreyndin er nefninlega sú að það vantar tónmenntakennara í fjölmarga grunnskóla um allt land. Nær vikulega fæ ég sem deildarforseti listkennsludeildar við LHÍ fyrirspurnir frá skólastjórum og kennurum um hvort ég viti af einhverjum sem gæti tekið að sér að kenna tónmennt. Þessum fyrirspurnum fer fjölgandi og því miður get ég sjaldan bent á kandídat í starfið. Í samtali við starfandi tónmenntakennara koma fram miklar áhyggjur af því að stéttin sé að deyja út. Þetta er óviðunandi fyrir börnin okkar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga þau rétt á að fá að sækja tónmenntatíma í sínu grunnnámi. Af hverju? Ástæður þess að ekki fæst fólk til þessara brýnu verka eru nokkrar að mínu mati. Í fyrsta lagi erum við háskólafólkið ekki að útskrifa nógu marga kennara með þetta sérsvið. Það að ekki sæki fleiri í námið á efalaust rætur í mörgu og það geta verið að hluta sömu ástæður og valda því að kennarar eru að gefast upp á starfinu. Ein þeirra eru verri kjör en áður þar sem þeir eru settir skör neðar en umsjónakennarar. Þá er ekki tekið tillit til að þeir taka á móti stórum hluta nemenda í hverjum skóla í hverri viku, hafa umsjón með hljóðfærum og oft á tíðum samsöng og jólaskemmtunum. Einnig eru viðhorf í samfélaginu og hugsanlega hjá sumum skólastjórendum þeim ekki í vil, að þeim finnist tónmennt sé ekki mikilvæg grein. En hvað græðum við? Að fá að syngja og mússísera með öðrum er gjöf. Það er fátt sem við mannfólkið tökum okkur fyrir hendur sem sameinar á jafn áreynslulausan hátt vitræna, félagslega og tilfinningalega þætti. Í gegnum tónsköpun og söng tengjumst við fólki og sjálfum okkur, upplifum allskyns tilfinningar sem við upplifum sjaldan nema í gegnum tónlistina og við þurfum að læra rytma, hljómfall og líka texta ef um söng er ræða. Eitt af því sem töluvert hefur verið rannsakað eru tengsl milli tónlistarþjálfunar og tilfinningar fyrir tungumálinu. Í allri umræðunni sem verið um læsi má benda á þá staðreynd að þjálfun í hrynjanda og takti hefur bein áhrif á hæfileika okkar til að tengjast tungumálinu – ég tala nú ekki um ef við erum að syngja og læra texta utanbókar. Ég skora hér með á yfirvöld, kennarasamtök og okkur háskólafólkið að taka höndum saman og gera átak í tónmenntakennslu í grunnskólum. Börnin okkar eiga það skilið. Fyllum skólana af tónlist því og eins kemur fram í fyrirsögn þessara þanka, sem fengin er frá skólastjóra á Vesturlandi, þá eru skólar án söngs eins og regnbogi án lita. p.s. Þau sem vilja sjá þetta frábæra unga tónlistarfólk í Espólín geta smellt á þennan tengil og farið á tímasetningarnar 35:45, aftur á 1:45:25 og loks 1:51:25 og séð þar og heyrt hversu svakalega flink þau eru. Höfundur er tónmenntakennari og deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun