Bjarni segir Guðrúnu á leið í dómsmálaráðuneytið og Jón úr ríkisstjórn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 07:58 Bjarni og Guðlaugur mættust í Pallborðinu á Vísi í gær. Vísir/Vilhelm „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í gær hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum. Ummælin lét Bjarni falla í Pallborðinu á Vísi, þar sem hann og mótframbjóðandi hans til formanns, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tókust á. Guðlaugur sagði mögulegar hrókeringar á ráðherrastólum ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi en orðrómur þess efnis að Jón væri ef til vill ekki að hætta í dómsmálaráðuneytinu hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur. Bjarni hafði áður sagt að Jón myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Bjarni sagði sér hins vegar hafa fundist nú að Jón væri „í miðri á“. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Bjarni sagði margt geta breyst og þá eitthvað sem taka þyrfti tillit til en ekkert slíkt væri í kortunum. Formaðurinn ætti að hafa frumkvæðið og hann hefði verið skýr; það væri löngu tímabært að oddviti Suðurlands tæki sæti í ríkisstjórn. En er hún að fara í dómsmálaráðuneytið? „Já, það er það sem stendur til,“ svaraði Bjarni. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður til í annað ráðherraembætti. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Ummælin lét Bjarni falla í Pallborðinu á Vísi, þar sem hann og mótframbjóðandi hans til formanns, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tókust á. Guðlaugur sagði mögulegar hrókeringar á ráðherrastólum ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi en orðrómur þess efnis að Jón væri ef til vill ekki að hætta í dómsmálaráðuneytinu hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur. Bjarni hafði áður sagt að Jón myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Bjarni sagði sér hins vegar hafa fundist nú að Jón væri „í miðri á“. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Bjarni sagði margt geta breyst og þá eitthvað sem taka þyrfti tillit til en ekkert slíkt væri í kortunum. Formaðurinn ætti að hafa frumkvæðið og hann hefði verið skýr; það væri löngu tímabært að oddviti Suðurlands tæki sæti í ríkisstjórn. En er hún að fara í dómsmálaráðuneytið? „Já, það er það sem stendur til,“ svaraði Bjarni. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður til í annað ráðherraembætti.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50
Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45