Framtíðin er okkar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn býður annað hvert ár upp á stærstu og flottustu lýðræðisveislu Íslands þegar landsfundur flokksins er haldinn. Um helgina koma saman um 2.000 fulltrúar flokksins til að móta stefnu og sýn flokksins til framtíðar. Á landsfundi getur allt gerst. Allir hafa atkvæðisrétt, öll atkvæði vega jafnt og allir eru kjörgengir til hvers konar trúnaðarstarfa innan félaga og flokksins í heild. Það stefnir í sögulegan landsfund þar sem tilkynnt hefur verið nokkuð óvænt um mótframboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundarfulltrúum bíður því það mikla ábyrgðarhlutverk að velja á milli þeirra. Bjarni Benediktsson hefur setið á Alþingi síðan 2003 og hefur verið farsæll formaður flokksins síðan 2009. Guðlaugur Þór var einnig kjörinn á þing árið 2003 og hefur verið í forystu flokksins, sem oddviti og ráðherra en einnig sem ritari Sjálfstæðisflokksins um tíma. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil og við þurfum að horfa nokkra leiki fram í tímann og spyrja okkur þessara spurninga: Er Guðlaugur Þór sú breyting sem ég vil akkúrat núna? Er Guðlaugur Þór yfir höfuð raunveruleg breyting? Sjálfstæðismenn hafa átt 9 afbragðs formenn í yfir 90 ára sögu flokksins og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera miðaldra karlmenn. Ef sjálfstæðismenn vilja raunverulega breytingu, er sú breyting í boði akkúrat núna? Er svona nauðsynlegt að breyta bara til þess að breyta? Sjálfstæðismenn þurfa nú að sameinast um það að klára yfirstandandi kjörtímabil með krafti undir styrkri stjórn núverandi forystusveitar. Síðan er kominn tími til að leyfa nýrri kynslóð sjálfstæðismanna –ungum konum sem körlum - að taka við keflinu og leiða flokkinn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og situr í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn býður annað hvert ár upp á stærstu og flottustu lýðræðisveislu Íslands þegar landsfundur flokksins er haldinn. Um helgina koma saman um 2.000 fulltrúar flokksins til að móta stefnu og sýn flokksins til framtíðar. Á landsfundi getur allt gerst. Allir hafa atkvæðisrétt, öll atkvæði vega jafnt og allir eru kjörgengir til hvers konar trúnaðarstarfa innan félaga og flokksins í heild. Það stefnir í sögulegan landsfund þar sem tilkynnt hefur verið nokkuð óvænt um mótframboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundarfulltrúum bíður því það mikla ábyrgðarhlutverk að velja á milli þeirra. Bjarni Benediktsson hefur setið á Alþingi síðan 2003 og hefur verið farsæll formaður flokksins síðan 2009. Guðlaugur Þór var einnig kjörinn á þing árið 2003 og hefur verið í forystu flokksins, sem oddviti og ráðherra en einnig sem ritari Sjálfstæðisflokksins um tíma. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil og við þurfum að horfa nokkra leiki fram í tímann og spyrja okkur þessara spurninga: Er Guðlaugur Þór sú breyting sem ég vil akkúrat núna? Er Guðlaugur Þór yfir höfuð raunveruleg breyting? Sjálfstæðismenn hafa átt 9 afbragðs formenn í yfir 90 ára sögu flokksins og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera miðaldra karlmenn. Ef sjálfstæðismenn vilja raunverulega breytingu, er sú breyting í boði akkúrat núna? Er svona nauðsynlegt að breyta bara til þess að breyta? Sjálfstæðismenn þurfa nú að sameinast um það að klára yfirstandandi kjörtímabil með krafti undir styrkri stjórn núverandi forystusveitar. Síðan er kominn tími til að leyfa nýrri kynslóð sjálfstæðismanna –ungum konum sem körlum - að taka við keflinu og leiða flokkinn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og situr í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun