Sigfús ekki hissa á velgengni Vals og hefur mikla trú á Snorra Steini Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:00 Sigfús Sigurðsson var hrifinn af framimstöðu Vals gegn Benidorm. Vísir/Skjáskot Velgengni Vals í Evrópudeildinni hefur ekki farið framhjá neinum handboltaáhugamanni. Sigfús Sigurðsson, fyrrum línumaður Vals og landsliðsins til margra ára, fylgdist að sjálfsögðu með Valsliðinu þegar liðið gerði góða ferð til Benidorm í Evrópudeildinni í handknattleik í vikunni. „Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
„Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira