Sigfús ekki hissa á velgengni Vals og hefur mikla trú á Snorra Steini Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:00 Sigfús Sigurðsson var hrifinn af framimstöðu Vals gegn Benidorm. Vísir/Skjáskot Velgengni Vals í Evrópudeildinni hefur ekki farið framhjá neinum handboltaáhugamanni. Sigfús Sigurðsson, fyrrum línumaður Vals og landsliðsins til margra ára, fylgdist að sjálfsögðu með Valsliðinu þegar liðið gerði góða ferð til Benidorm í Evrópudeildinni í handknattleik í vikunni. „Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira