Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Siggeir Ævarsson skrifar 2. nóvember 2022 22:46 Ísabella skipti á dögunum yfir í Njarðvík frá Breiðabliki. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. Það hlýtur að vera skemmtilegt að koma beint inn í svona alvöru leik og fá þennan Suðurnesjaríg beint í æð í fyrsta leik? „Já skemmtilegt að koma í fyrsta leik í svona grannaslag. Ég er bara búinn að taka tvær æfingar með liðinu, svo að auðvitað tekur smá tíma að komast almennilega inn í sóknarleikinn. Læra að spila inn á allar stelpurnar og þær á mig líka. En það mun koma fljótt.“ Félagaskipti Isabellu hafa að vonum vakið mikla athygli, enda gerist það afar sjaldan í íslensku deildinni að leikmenn í stórum hlutverkum skipti um lið á miðju tímabili. Hvað varð til þess að Isabella ákvað að söðla um á þessum tímapunkti? „Svona í stuttu máli, þá urðu breytingar í Breiðabliki sem varð til þess að ég sá ekki beint að við værum að fara gera einhverja alvöru hluti, láta finna fyrir okkur almennilega. Þetta er búið að vera svona síðustu ár, liðið hefur verið um miðja deild. Þannig að ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár og ákvað því að koma hingað.“ Samkvæmt heimildum Vísis voru í það minnsta tvö önnur lið í deildinni sem föluðust eftir starfskröftum Isabellu. Var Njarðvík alltaf valkostur númer eitt? „Já það var eiginlega bara Njarðvík,“sagði miðherjinn Isabella Ósk eftir tap í sínum fyrsta leik með Njarðvík. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 73-80 | Toppliðið vann meistarana í Suðurnesjaslag Topplið Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik vann í kvöld góðan sigur á nágrönnum sínum frá Njarðvík. Lokatölur 80-73 fyrir Keflavík sem heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni. 2. nóvember 2022 22:20 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Það hlýtur að vera skemmtilegt að koma beint inn í svona alvöru leik og fá þennan Suðurnesjaríg beint í æð í fyrsta leik? „Já skemmtilegt að koma í fyrsta leik í svona grannaslag. Ég er bara búinn að taka tvær æfingar með liðinu, svo að auðvitað tekur smá tíma að komast almennilega inn í sóknarleikinn. Læra að spila inn á allar stelpurnar og þær á mig líka. En það mun koma fljótt.“ Félagaskipti Isabellu hafa að vonum vakið mikla athygli, enda gerist það afar sjaldan í íslensku deildinni að leikmenn í stórum hlutverkum skipti um lið á miðju tímabili. Hvað varð til þess að Isabella ákvað að söðla um á þessum tímapunkti? „Svona í stuttu máli, þá urðu breytingar í Breiðabliki sem varð til þess að ég sá ekki beint að við værum að fara gera einhverja alvöru hluti, láta finna fyrir okkur almennilega. Þetta er búið að vera svona síðustu ár, liðið hefur verið um miðja deild. Þannig að ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár og ákvað því að koma hingað.“ Samkvæmt heimildum Vísis voru í það minnsta tvö önnur lið í deildinni sem föluðust eftir starfskröftum Isabellu. Var Njarðvík alltaf valkostur númer eitt? „Já það var eiginlega bara Njarðvík,“sagði miðherjinn Isabella Ósk eftir tap í sínum fyrsta leik með Njarðvík.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 73-80 | Toppliðið vann meistarana í Suðurnesjaslag Topplið Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik vann í kvöld góðan sigur á nágrönnum sínum frá Njarðvík. Lokatölur 80-73 fyrir Keflavík sem heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni. 2. nóvember 2022 22:20 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 73-80 | Toppliðið vann meistarana í Suðurnesjaslag Topplið Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik vann í kvöld góðan sigur á nágrönnum sínum frá Njarðvík. Lokatölur 80-73 fyrir Keflavík sem heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni. 2. nóvember 2022 22:20