Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 11:27 Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir að hún hafi verið boðuð í yfirheyrslu í Valhöll um Landsfundarfulltrúa sem þaðan koma. Hún segir stuðningsmenn Bjarna fara offari og beita miður kræsilegum aðferðum til að þjarma að þeim sem styðja Guðlaug Þór. vísir/vilhelm Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. „Ég hef fengið ,,hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns,“ skrifar Unnur Berglind í pistli á Facebook þar sem hún lýsir því að síðustu dagar hafi reynst „sjálfstæðishjarta hennar“ erfiðir að undanförnu. Eins og þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita stendur nú yfir kosningabarátta þar sem tekist er á um formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum. Kosið verður milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna næstkomandi laugardag á Landsfundi flokksins. Fyrir liggur að verulega er farið að hitna í þeim slag. Unnur styður Guðlaug Þór í þeim slag. Hún lýsir því að að sér hafi verið sótt af mönnum Bjarna að undanförnu og að í þeim efnum hafi menn ekki skirrst við að misnota aðstöðu sína. „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt. Það var farið með mig eins og sakamenn í sakamáli þá er ég að vísa einnig í ítrekuð yfirheyrslusímtöl. Sakarefnið er ekki alveg á hreinu því það er ekki verið að saka mig beint um neitt ... en .....“ skrifar Unnur. Yfirheyrð sem sakamaður um Landsfundarfulltrúa úr Kópavogi Unnur Berglind hefur verið í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs í 5 ár og er nú formaður. Hún skilaði inn listum þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem ætla á landsfund flokksins næstu helgi. En samkvæmt heimildum Vísis hefur verið skipuð sérleg nefnd innan flokksins sem fer yfir kjörgögn og lista yfir Landsfundarfulltrúa. Eftir því sem Vísir kemst næst voru þrír lögfræðingar á umræddum fundi, þeir Davíð Þorláksson og Brynjar Níelsson, en hann er formaður kjörbréfanefndarinnar, auk lögmannsins Arnars Þórs Stefánssonar. Davíð vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið á fundi með Unni en staðfestir að hann sé í kjörbréfanefnd flokksins. Unnur segist hafa tekið saman lista yfir nöfn þeirra sem óskuðu eftir sæti og fengu allir sem þess óskuðu innan gefinna tímamarka. Brynjar Níelsson er formaður kjörbréfanefndar sem fer yfir kjörgögn fyrir komandi Landsfund. Ljóst er að verulega er farið að hitna í kolum vegna formannskjörs sem fram fer næstkomandi laugardag.vísir/vilhelm „En samt á ég að hafa gert eitthvað af mér ....en samt ekki.... og farið með mig eins og sakamann af því að stuðningsmenn annars frambjóðandans eru að fara af taugum yfir því að nú hefur Guðlaugur Þór ákveðið að bjóða sig fram. Erum við ekki flokkur lýðræðisins ? Er þetta Rússland á tímum kalda stríðsins ? Hótanir eins og að framboð Guðlaugs Þór kljúfi flokkinn, valdi stjórnarslitum og allt fari í kaldan kol.“ Telur vafasamar aðferðir til þess fallnar að kljúfa flokkinn Unnur Berglind segir stuðningsmenn annars frambjóðandans, og ætti enginn að velkjast í vafa um stuðningsmenn hvers í ljósi þess að hún ætlar sér að kjósa Guðlaug Þór, telji vænlegast að ráðast gegn grasrót flokksins, að fólki sem vinni að heilindum í sjálfboðastarfi. Og hún spyr hvort það sé ekki til þess fallið að kljúfa flokkinn? „Því verð ég að segja að þrátt fyrir að hafa verið búin að einsetja mér að taka ekki opinbera afstöðu þá gerði ég það hér með. Ég get ekki annað – það sem ég hef upplifað síðustu daga er svo miklu verra en kosningaslagur á milli aðila,“ skrifar Unnur Berglind og segist ætla að kjósa Guðlaug Þór. Hún vilji lýðræðislegan flokk sem vinni fyrir fólkið í landinu, ekki bara útvalda. Vísir náði ekki í Unni Berglindi vegna þeirra ásakana sem hún hefur sett fram. Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir „Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“ Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna. 3. nóvember 2022 10:06 Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. 1. nóvember 2022 14:03 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
„Ég hef fengið ,,hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns,“ skrifar Unnur Berglind í pistli á Facebook þar sem hún lýsir því að síðustu dagar hafi reynst „sjálfstæðishjarta hennar“ erfiðir að undanförnu. Eins og þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita stendur nú yfir kosningabarátta þar sem tekist er á um formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum. Kosið verður milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna næstkomandi laugardag á Landsfundi flokksins. Fyrir liggur að verulega er farið að hitna í þeim slag. Unnur styður Guðlaug Þór í þeim slag. Hún lýsir því að að sér hafi verið sótt af mönnum Bjarna að undanförnu og að í þeim efnum hafi menn ekki skirrst við að misnota aðstöðu sína. „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt. Það var farið með mig eins og sakamenn í sakamáli þá er ég að vísa einnig í ítrekuð yfirheyrslusímtöl. Sakarefnið er ekki alveg á hreinu því það er ekki verið að saka mig beint um neitt ... en .....“ skrifar Unnur. Yfirheyrð sem sakamaður um Landsfundarfulltrúa úr Kópavogi Unnur Berglind hefur verið í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs í 5 ár og er nú formaður. Hún skilaði inn listum þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem ætla á landsfund flokksins næstu helgi. En samkvæmt heimildum Vísis hefur verið skipuð sérleg nefnd innan flokksins sem fer yfir kjörgögn og lista yfir Landsfundarfulltrúa. Eftir því sem Vísir kemst næst voru þrír lögfræðingar á umræddum fundi, þeir Davíð Þorláksson og Brynjar Níelsson, en hann er formaður kjörbréfanefndarinnar, auk lögmannsins Arnars Þórs Stefánssonar. Davíð vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið á fundi með Unni en staðfestir að hann sé í kjörbréfanefnd flokksins. Unnur segist hafa tekið saman lista yfir nöfn þeirra sem óskuðu eftir sæti og fengu allir sem þess óskuðu innan gefinna tímamarka. Brynjar Níelsson er formaður kjörbréfanefndar sem fer yfir kjörgögn fyrir komandi Landsfund. Ljóst er að verulega er farið að hitna í kolum vegna formannskjörs sem fram fer næstkomandi laugardag.vísir/vilhelm „En samt á ég að hafa gert eitthvað af mér ....en samt ekki.... og farið með mig eins og sakamann af því að stuðningsmenn annars frambjóðandans eru að fara af taugum yfir því að nú hefur Guðlaugur Þór ákveðið að bjóða sig fram. Erum við ekki flokkur lýðræðisins ? Er þetta Rússland á tímum kalda stríðsins ? Hótanir eins og að framboð Guðlaugs Þór kljúfi flokkinn, valdi stjórnarslitum og allt fari í kaldan kol.“ Telur vafasamar aðferðir til þess fallnar að kljúfa flokkinn Unnur Berglind segir stuðningsmenn annars frambjóðandans, og ætti enginn að velkjast í vafa um stuðningsmenn hvers í ljósi þess að hún ætlar sér að kjósa Guðlaug Þór, telji vænlegast að ráðast gegn grasrót flokksins, að fólki sem vinni að heilindum í sjálfboðastarfi. Og hún spyr hvort það sé ekki til þess fallið að kljúfa flokkinn? „Því verð ég að segja að þrátt fyrir að hafa verið búin að einsetja mér að taka ekki opinbera afstöðu þá gerði ég það hér með. Ég get ekki annað – það sem ég hef upplifað síðustu daga er svo miklu verra en kosningaslagur á milli aðila,“ skrifar Unnur Berglind og segist ætla að kjósa Guðlaug Þór. Hún vilji lýðræðislegan flokk sem vinni fyrir fólkið í landinu, ekki bara útvalda. Vísir náði ekki í Unni Berglindi vegna þeirra ásakana sem hún hefur sett fram.
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir „Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“ Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna. 3. nóvember 2022 10:06 Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. 1. nóvember 2022 14:03 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
„Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“ Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna. 3. nóvember 2022 10:06
Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. 1. nóvember 2022 14:03