Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni í Þjórsárdal í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent