Kostulegt myndasafn úr Góða hirðinum: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur“ Snorri Másson skrifar 4. nóvember 2022 09:29 Í Íslandi í dag kynnumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“ Hver hendir ónotaða gallabuxnafótaskriffærabakkanum sínum? Hver hendir uppstoppaða fuglstrjágreinalampanum sínum? Hver hendir „Guðmundur í Byrginu“-hattinum sínum? Í innslaginu hér að ofan má sjá undrin öll af hlutum til sölu í Góða hirðinum, sem eru meira að segja flokkaðir samviskusamlega inni á Facebook-hóp Maríu, „Hver hendir svona?“ Umfjöllun hefst á fimmtándu mínútu. Í Íslandi í dag kynntumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“Vísir María Hjálmtýsdóttir er stofnandi og aðalsprauta hópsins, hún safnar sjálf barnabókum, leikföngum og sparibaukum svo fátt eitt sé nefnt - og í þessu skyni mætir hún í Góða hirðinn eins oft og hún getur. „Ég hef vandræðalega mikla þekkingu á því hvað er hérna,“ segir María um leið og tekinn er hinn venjubundni hringur í Góða hirðinum. Hún segir að hópurinn sem rætt er um sé orðinn svo fjölmennur að hann sé að verða nokkuð sjálfbær, af því að félagar eru sjálfir farnir að birta myndir af furðulegustu hlutum þegar það rennir við í Góða hirðinum. María segir að í stað þess að hún sé endilega með þráhyggju fyrir því að safna hlutum, sé hún öllu fremur bara eins konar „söfnunardúlla.“ Þar fyrir utan réttlæti hún tíðar ferðir í Góða hirðinn með því að hún þurfi að gefa fylgjendum hópsins það sem þeir vilja. Eins og hún segir kímin: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur.“ Verslun Neytendur Sorpa Tengdar fréttir Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. 7. október 2022 21:08 Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14. júní 2020 20:13 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Hver hendir ónotaða gallabuxnafótaskriffærabakkanum sínum? Hver hendir uppstoppaða fuglstrjágreinalampanum sínum? Hver hendir „Guðmundur í Byrginu“-hattinum sínum? Í innslaginu hér að ofan má sjá undrin öll af hlutum til sölu í Góða hirðinum, sem eru meira að segja flokkaðir samviskusamlega inni á Facebook-hóp Maríu, „Hver hendir svona?“ Umfjöllun hefst á fimmtándu mínútu. Í Íslandi í dag kynntumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“Vísir María Hjálmtýsdóttir er stofnandi og aðalsprauta hópsins, hún safnar sjálf barnabókum, leikföngum og sparibaukum svo fátt eitt sé nefnt - og í þessu skyni mætir hún í Góða hirðinn eins oft og hún getur. „Ég hef vandræðalega mikla þekkingu á því hvað er hérna,“ segir María um leið og tekinn er hinn venjubundni hringur í Góða hirðinum. Hún segir að hópurinn sem rætt er um sé orðinn svo fjölmennur að hann sé að verða nokkuð sjálfbær, af því að félagar eru sjálfir farnir að birta myndir af furðulegustu hlutum þegar það rennir við í Góða hirðinum. María segir að í stað þess að hún sé endilega með þráhyggju fyrir því að safna hlutum, sé hún öllu fremur bara eins konar „söfnunardúlla.“ Þar fyrir utan réttlæti hún tíðar ferðir í Góða hirðinn með því að hún þurfi að gefa fylgjendum hópsins það sem þeir vilja. Eins og hún segir kímin: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur.“
Verslun Neytendur Sorpa Tengdar fréttir Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. 7. október 2022 21:08 Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14. júní 2020 20:13 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. 7. október 2022 21:08
Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14. júní 2020 20:13