Gamla konan með fjórða sigurleikinn í röð

Smári Jökull Jónsson skrifar
Adrien Rabiot fagnar hér marki sínu fyrir framan ánægða stuðningsmenn Juvents.
Adrien Rabiot fagnar hér marki sínu fyrir framan ánægða stuðningsmenn Juvents. Vísir/Getty

Juventus vann sinn fjórða sigur í röð í ítölsku Serie A deildinni þegar liðið lagði erkifjendur sína í Inter á heimavelli í kvöld. Lokatölur 2-0 og Gamla konan fer því upp fyrir Inter í töflunni.

Juventus hefur verið að rétta úr kútnum í deildarkeppninni þrátt fyrir að ekkert hafi hvorki gengið né rekið hjá liðinu í Meistaradeildinni. Fyrir leikinn í dag var Juventus með 22 stig í töflunni, tveimur á eftir Inter.

Staðan í hálfleik var markalaus en síðari hálfleikurinn var ekki nema sjö mínútna gamall þegar Adrien Rabiot kom Juventus í 1-0 eftir sendingu frá Filip Kostic. Kostic átti síðan skot í stöng á 76.mínútu áður en hann lagði upp sitt annað mark í leiknum fyrir Nicolo Fagioli á 84.mínútu.

Lokatölur í leiknum 2-0 og Juventus situr nú í fimmta sæti deildarinnar og er farið að nálgast toppliðin, allavega þau þrjú sem sitja í sætunum á eftir toppliði Napoli sem er með sex stiga forskot á AC Milan í öðru sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira