Körfuboltakvöld: „Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2022 22:30 Bryndís Guðmundsdóttir lét í sér heyra í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld „Þetta hefur í rauninni aldrei gerst. Að landsliðskona, einn af bestu leikmönnum deildarinnar, ákveði að hoppa yfir í annað lið á miðju tímabili,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds um ein óvæntustu félagaskipti síðari ára hér á landi. Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig
Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46
Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31