Íslenski boltinn

Hristov tekur við af Glenn hjá ÍBV

Valur Páll Eiríksson skrifar
Todor Hristov, nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV, ásamt Daníel Geir Moritz, formanni knattspyrnudeildar félagsins.
Todor Hristov, nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV, ásamt Daníel Geir Moritz, formanni knattspyrnudeildar félagsins. Mynd/ÍBV

Búlgarinn Todor Hristov er nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hristov er vel kunnugur starfinu í Vestmannaeyjum.

Hristov hefur verið hér á landi frá árinu 2014 en eftir stutt stopp hjá Víkingi í efstu deild spilaði hann með Einherja á Vopnafirði frá 2015 þar til hann lagði skóna á hilluna árið 2020. Síðan þá hefur hann verið búsettur í Eyjum og þjálfað yngri flokka hjá félaginu.

Hann skrifar undir þriggja ára samning sem nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV sem lenti í 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar, aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti.

Mikið hefur gustað um liðið en forveri Hristovs í starfi, Trínidadinn Jonathan Glenn, var látinn fara frá félaginu gegnum tölvupóst á meðan hann var í fríi erlendis. Kona hans og leikmaður liðsins, Þórhildur Ólafsdóttir, rakti í löngu máli í stöðuuppfærslu á Facebook hvernig kvennaliðið bæri skarðan hlut frá borði í samanburði við karlaliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×