Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. nóvember 2022 20:25 „Frelsi,“ er kjörorð landsfundarins sem nú fer fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira