Tveggja ára dómur fyrir stórfelld brot gegn barnsmóður og árás á samfanga Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 08:29 Dómarar Landsréttar töldu brot mannsins gegn konunni voru ófyrirleitin og að hann ætti sér engar málsbætur. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir karlmanni sem var sakfelldur fyrir ítrekuð og stórfelld brot gegn barnsmóður sinni og sérstaklega hættulega líkamsárás á samfanga í gær. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimmtán mánaða fangelsi. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira