Körfubolti

„Eins og veggur ef þú lendir á honum“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson Vísir/Bára

Ólafur Ólafsson var til umræðu í þættinum Subway-Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en hann átti frábæran leik í sigri Grindavíkur á Njarðvík í Subway-deildinni í gærkvöldi.

Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Brynjar Þór Björnsson og Sævar Sævarsson fóru yfir síðustu umferð Subway-deildarinnar í þættinum í gærkvöldi og ræddu þar meðal annars frábæran varnarleik Ólafs í frekar óvæntum sigri Girndvíkinga í Njarðvík.

Brynjar Þór lagði skóna á hilluna fyrir þetta tímabil eftir glæsilegan feril og því ekki svo langt síðan hann var að berjast á gólfinu við Ólaf.

„Þetta er bara eins og veggur ef þú lendir á honum, hrikalega hraustur og sterkur. Hann er náttúrulega svaðalegur íþróttamaður þó það sé aðeins farinn að minnka krafturinn í honum. Hann er með svo mikil vopn, góðar hendur og hreyfir sig vel. Ef þú ætlar að keyra á hann þá setur hann út kassann og þú hrökklast af honum,“ sagði Brynjar Þór.

Ólafur skoraði 18 stig í leiknum í gær og stal hvorki meira né minna en níu boltum af Njarðvíkurliðinu. 

„Hann var eins og Tasmaníudjöfullinn, karakterinn, hlaupandi út um allt og alltaf endaði boltinn í lúkunum á honum,“ sagði Kjartan Atli.

Umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Ólafur Ólafsson gegn Njarðvík

Tengdar fréttir

„Liðið hefur verið saman­safn af lokuðum pappa­kössum“

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×