Taldi ákæru í nauðgunarmáli ekki samræmast framburði brotaþola Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 11:06 Héraðssaksóknari sótti málið. Einn dómaranna við Landsrétt taldi að ákæran gegn manninum hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins, þar á meðal framburð brotaþolans. Vísir/Vilhelm Landsréttardómari vildi vísa frá nauðgunarmáli þar sem hann taldi að ákæra héraðssaksóknara væri ekki í samræmi við framburð brotaþola af atvikum. Fangelsisdómur í málinu var mildaður um sex mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira