Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 11:52 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar faðir hennar var sakaður um sölu á ólöglegum vopnum. Vísir/Vilhelm Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að Sigríður Björk, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hafi hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Þá hefur komið fram að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili hans þegar húsleit var gerð þar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Maðurinn hefur haldið því fram frá því að lögregla gerði húsleit heima hjá honum við upphaf rannsóknarinnar að riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi honum hann. Þá hafi Guðjón sannfært hann um að riffillinn væri löglegur, þar sem hann hafi verið skráður áður en vopnalögum var breytt. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en nærri þremur vikum síðar, 16. júlí 2018, sem ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Vesturlandi meðferð málsins vegna tengsla Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaðurinn sem rannsakaði málið þessar þrjár vikur sagðist ekki hafa vitað tengsl byssusmiðsins, Guðjóns, við lögreglustjórann. Hann hafi ekki lesið frumskýrsluna, þar sem tengsl Guðjóns við málið komu fram, og sagt sig frá málinu um leið og tengslin voru ljós. Þá kemur fram að lögreglumaðurinn sem skráði vopnið hafi ekki skoðað það við skráningu heldur farið eftir upplýsingum frá Guðjóni. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 17:30. Hún var áður „Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp“. Bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar við málið var hins vegar sent fjórum dögum áður en málið var sent til lögreglunnar á Vesturlandi og fyrirsögnin því röng. Hún hefur verið uppfærð. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að Sigríður Björk, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi fylgt öllum reglum og tilkynnt um tengsl sín og málið verið flutt til annars embættis. Ekkert benti til að lögreglan hafi hlíft Guðjóni vegna tengsla hans inn í lögregluna. Þá hefur komið fram að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili hans þegar húsleit var gerð þar í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Maðurinn hefur haldið því fram frá því að lögregla gerði húsleit heima hjá honum við upphaf rannsóknarinnar að riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi honum hann. Þá hafi Guðjón sannfært hann um að riffillinn væri löglegur, þar sem hann hafi verið skráður áður en vopnalögum var breytt. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en nærri þremur vikum síðar, 16. júlí 2018, sem ríkissaksóknari fól lögreglustjóranum á Vesturlandi meðferð málsins vegna tengsla Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaðurinn sem rannsakaði málið þessar þrjár vikur sagðist ekki hafa vitað tengsl byssusmiðsins, Guðjóns, við lögreglustjórann. Hann hafi ekki lesið frumskýrsluna, þar sem tengsl Guðjóns við málið komu fram, og sagt sig frá málinu um leið og tengslin voru ljós. Þá kemur fram að lögreglumaðurinn sem skráði vopnið hafi ekki skoðað það við skráningu heldur farið eftir upplýsingum frá Guðjóni. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 17:30. Hún var áður „Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp“. Bréf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar við málið var hins vegar sent fjórum dögum áður en málið var sent til lögreglunnar á Vesturlandi og fyrirsögnin því röng. Hún hefur verið uppfærð.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Tengdar fréttir Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06