Guðrún var í byrjunarliði Rosengard og lék allan leikinn í 3-0 sigri gegn liði Brommapojkarna. Rosengard lýkur því keppni með 66 stig á toppnum, sjö stigum á undan BK Hacken sem endaði í 2.sæti deildarinnar. Rosengard varð einnig sænskur meistari í fyrra og Guðrún því búin að fagna titlinum bæði ár sín með félaginu.
Rosengard var nú þegar búið að taka við meistaratitlinum en liðið fékk hann afhentan eftir síðasta heimaleik liðsins í byrjun vikunnar.
The Swedish champions #viärFCR #fcrosengård pic.twitter.com/YG7xlnA1DD
— FC Rosengård (@FCRosengard) October 31, 2022
Lið Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann 4-1 sigur á liði Umea á heimavelli í dag en með tapinu varð ljóst að Umea fellur í næst efstu deild ásamt liði AIK.
Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Kristianstad og Emelía Óskarsdóttir kom inn sem varamaður fyrir Amöndu á 63.mínútu leiksins. Kristianstad var lengi vel í baráttunni við topplið Rosengard en gaf aðeins eftir á seinni hluta tímabilsins og endaði í 4.sæti deildarinnar og rétt missti því av Evrópusæti.
Þá var Berglind Rós Ágústsdóttir í byrjunarliði KIF Örebro sem gerði markalaust jafntefli við Linköpings á útivelli. Hlín Eiríksdóttir lék allan leikinn fyrir Pitea sem vann Eskilstuna 3-1 á útivelli. Pitea lýkur keppni í 7.sæti deildarinnar en Örebro tveimur sætum neðar.