Fótbolti

Bayern lyfti sér upp í efsta sætið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jamal Musiala og Serge Gnabry í baráttu við leikmenn Hertha Berlin í dag.
Jamal Musiala og Serge Gnabry í baráttu við leikmenn Hertha Berlin í dag. Vísir/Getty

Bayern Munchen tyllti sér í efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hertha Berlin í dag. Borussia Dortmund vann öruggan sigur gegn Bochum.

Það vantaði ekki mörkin í Berlín í dag þegar heimamenn í Hertha tóku á móti Bayern Munchen. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik og Jamal Musiala kom Bayern yfir á 12.mínútu áður en Eric Maxim Choupo-Moting skoraði tvö mörk á tveimur mínútum og kom Bayern í 3-0 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik.

Hertha Berlin svaraði hins vegar af krafti og sskoraði tvö mörk á síðustu mínútum hálfleiksins. Fyrst skoraði Dodi Lukebakio og Davie Selke minnkaði síðan muninn í 3-2 á lokamínútu fyrri hálfleiksins.

Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern tyllir sér því í efsta sætið og fer uppfyrir Union Berlin sem á leik á morgun gegn Bayern Leverkusen.

Borussia Dortmund lyfti sér upp í 3.sæti deildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á Bochum þar sem Youssoufa Moukoku skoraði tvö mörk og Giovanni Reyna eitt.

Önnur úrslit í þýsku deildinni:

Mainz-Wolfsburg 0-3

Hoffenheim-RB Leipzig 1-3

Augsburg-Frankfurt 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×