„Erum staðráðnir í að spila góðan leik og ná í úrslit“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 23:01 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari. KSÍ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Sádi-Arabíu ytra í vináttulandsleik á morgun klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, hefur lagt nokkur orð í belg um mótherja morgundagsins. „Sádarnir eru með sterkt lið, hafa verið með besta liðið á þessu svæði síðustu áratugina og hafa reglulega komist í lokakeppni HM. Þeir eru með mjög flinka leikmenn, flestir að spila í Sádi-Arabíu.“ „Þeir eru að fara að æfa sitt upplegg fyrir HM, þeir vilja vera agaðir og spila lokaða leiki, eins og þeir gerðu gegn Bandaríkjunum fyrir stuttu síðan, svo spiluðu þeir á móti Venesúela, sem við þekkjum vel, þannig að þetta hafa verið lokaðir leikir og ekki mikið af færum.“ „Þessi leikur verður spennandi og verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn og það eru einmitt þannig verkefni sem við erum að leitast eftir. Þetta er frábær möguleiki fyrir okkar leikmenn, sem eru margir að koma beint úr Bestu deildinni, að sýna sig og sanna á þessu getustigi.“ „Margir af okkar leikmönnum ef ekki allir, sem eru ekki atvinnumenn nú þegar, hafa áhuga á því að komast í atvinnumennsku og þessir leikir geta verið góður gluggi fyrir þá. Þetta er alvöru verkefni og þó þetta sé vináttuleikur, þá erum við staðráðnir í að spila góðan leik og ná í úrslit. Ef við náum að sýna góða liðsframmistöðu, þá er alltaf möguleiki á einstaklings frammistöðum hjá einhverjum leikmönnum, sem leiða þá til einhvers stærra og betra.“ Eins og Vísir hefur greint frá þá eru Sádarnir að borga undir ferðina og þarf Knattspyrnusamband Íslands ekki að leggja út krónu. Hversu mikið Sádarnir eru að borga hefur ekki verið gef út. Leikurinn hefst klukkan 13.00 á morgun, laugardag, og verðu í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
„Sádarnir eru með sterkt lið, hafa verið með besta liðið á þessu svæði síðustu áratugina og hafa reglulega komist í lokakeppni HM. Þeir eru með mjög flinka leikmenn, flestir að spila í Sádi-Arabíu.“ „Þeir eru að fara að æfa sitt upplegg fyrir HM, þeir vilja vera agaðir og spila lokaða leiki, eins og þeir gerðu gegn Bandaríkjunum fyrir stuttu síðan, svo spiluðu þeir á móti Venesúela, sem við þekkjum vel, þannig að þetta hafa verið lokaðir leikir og ekki mikið af færum.“ „Þessi leikur verður spennandi og verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn og það eru einmitt þannig verkefni sem við erum að leitast eftir. Þetta er frábær möguleiki fyrir okkar leikmenn, sem eru margir að koma beint úr Bestu deildinni, að sýna sig og sanna á þessu getustigi.“ „Margir af okkar leikmönnum ef ekki allir, sem eru ekki atvinnumenn nú þegar, hafa áhuga á því að komast í atvinnumennsku og þessir leikir geta verið góður gluggi fyrir þá. Þetta er alvöru verkefni og þó þetta sé vináttuleikur, þá erum við staðráðnir í að spila góðan leik og ná í úrslit. Ef við náum að sýna góða liðsframmistöðu, þá er alltaf möguleiki á einstaklings frammistöðum hjá einhverjum leikmönnum, sem leiða þá til einhvers stærra og betra.“ Eins og Vísir hefur greint frá þá eru Sádarnir að borga undir ferðina og þarf Knattspyrnusamband Íslands ekki að leggja út krónu. Hversu mikið Sádarnir eru að borga hefur ekki verið gef út. Leikurinn hefst klukkan 13.00 á morgun, laugardag, og verðu í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira