Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað. Vísir

Sjálfstæðismenn kjósa sér formann á landsfundi sínum í dag. Þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, keppast um að gegna því hlutverki fyrir flokkinn og ríkir mikil spenna fyrir kosningunum fara fram nú eftir hálftíma. Við verðum í beinni frá landsfundinum í hádegisfréttatímanum. 

Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg.

Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið

Mikið svekkelsi er á meðan björgunarsveitarmanna í Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnes- og Grafningshreppi því það er ítrekað verið að stela dósum úr dósagámum sveitarinnar, sem staðsettir eru á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu.

Hægt er að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar sem hefjast á slaginu 12 í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×