Noregur og Svíþjóð bæði með fullt hús stiga á EM Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 23:01 Stine Bredal Oftedal í kröppum dansi gegn varnarmönnum Sviss í leiknum í dag. Vísir/Getty Noregur og Svíþjóð eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki þjóðanna á Evrópumóti kvenna í handknattleik en mótið fer fram í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi. Noregur undir stjórn Þóris Hergeirssonar var algjöran yfirburðasigur á Sviss í dag þar sem lokatölur urðu 38--21. Noregur var strax komið með tíu marka forskot í hálfleik og liðið er nú komið með fjögur stig í A-riðli en Sviss hefur tapað báðum sínum leikjum. Stine Bredal Oftedal skoraði sex mörk fyrir Noreg í leiknum og Silje Solberg markvörður liðsins varði nærri helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Í hinum leiknum í A-riðli vann Króatía sigur á Ungverjum en króatíska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Noregi í fyrstu umferðinni á meðan Ungverjar unnu Sviss. Það var fremur lítið skorað í viðureign liðanna en Króatía leiddi 10-7 í hálfleik. Þær héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik og unnu að lokum 21-18 sigur og eru þar með komnar á blað í keppninni. Valentina Blazevic var langmarkahæst hjá Króatíu í dag með níu mörk en Viktoria Lukacs skoraði fjögur fyrir Ungverjaland. Þá átti Tea Pijevic stórleik í marki Króatíu. Svíar eru sömuleiðis með fullt hús stiga eftir sigur á heimakonum frá Slóveníu í dag. Slóvenía náði því ekki að fylgja eftir góðum sigri á Dönum í fyrstu umferðinni. Svíar leiddu 14-13 í hálfleik í dag en í síðari hálfleik gjörsamlega pökkuðu þær Slóvenunum saman og unnu að lokum 33-22 sigur. Nathalie Hagman skoraði níu mörk fyrir Svíþjóð í leiknum og Jamina Roberts átta. Ana Gros var markahæst hjá Slóveníu með fimm mörk. Danir voru ekki lengi að hrista af sér tapið gegn Slóveníu og unnu stórsigur á Serbíu. Danir leiddu 18-11 í hálfleik og héldu svo áfram í síðari hálfleik og unnu að lokum 34-21 sigur. Sarah Iversen, Kathrine Heindahl og Trine Jensen Östergaard skoruðu allar fjögur mörk fyrir Dani í dag og bæði Sandra Toft og Rebecca Reinhardt voru frábærar í markinu. Á morgun fara fram þrír leikir. Þýskaland tekur á móti Svartfellingum, Spánn á móti Póllandi og þá mætast lið Rúmeníu og Frakklands. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Noregur undir stjórn Þóris Hergeirssonar var algjöran yfirburðasigur á Sviss í dag þar sem lokatölur urðu 38--21. Noregur var strax komið með tíu marka forskot í hálfleik og liðið er nú komið með fjögur stig í A-riðli en Sviss hefur tapað báðum sínum leikjum. Stine Bredal Oftedal skoraði sex mörk fyrir Noreg í leiknum og Silje Solberg markvörður liðsins varði nærri helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Í hinum leiknum í A-riðli vann Króatía sigur á Ungverjum en króatíska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Noregi í fyrstu umferðinni á meðan Ungverjar unnu Sviss. Það var fremur lítið skorað í viðureign liðanna en Króatía leiddi 10-7 í hálfleik. Þær héldu frumkvæðinu í síðari hálfleik og unnu að lokum 21-18 sigur og eru þar með komnar á blað í keppninni. Valentina Blazevic var langmarkahæst hjá Króatíu í dag með níu mörk en Viktoria Lukacs skoraði fjögur fyrir Ungverjaland. Þá átti Tea Pijevic stórleik í marki Króatíu. Svíar eru sömuleiðis með fullt hús stiga eftir sigur á heimakonum frá Slóveníu í dag. Slóvenía náði því ekki að fylgja eftir góðum sigri á Dönum í fyrstu umferðinni. Svíar leiddu 14-13 í hálfleik í dag en í síðari hálfleik gjörsamlega pökkuðu þær Slóvenunum saman og unnu að lokum 33-22 sigur. Nathalie Hagman skoraði níu mörk fyrir Svíþjóð í leiknum og Jamina Roberts átta. Ana Gros var markahæst hjá Slóveníu með fimm mörk. Danir voru ekki lengi að hrista af sér tapið gegn Slóveníu og unnu stórsigur á Serbíu. Danir leiddu 18-11 í hálfleik og héldu svo áfram í síðari hálfleik og unnu að lokum 34-21 sigur. Sarah Iversen, Kathrine Heindahl og Trine Jensen Östergaard skoruðu allar fjögur mörk fyrir Dani í dag og bæði Sandra Toft og Rebecca Reinhardt voru frábærar í markinu. Á morgun fara fram þrír leikir. Þýskaland tekur á móti Svartfellingum, Spánn á móti Póllandi og þá mætast lið Rúmeníu og Frakklands.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira