Segir glæsta framtíð bíða danska táningsins Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 13:40 Holger Rune segist aldrei hafa verið eins stressaður eins og í úrslitaleiknum og fagnaði gríðarlega þegar hann vann. Getty/Mustafa Yalcin „Ég er ofurstoltur af sjálfum mér,“ sagði hinn 19 ára gamli Dani, Holger Rune, eftir að hafa sigrað sjálfan Novak Djokovic í úrslitaleik ATP Masters 1000 mótsins í París um helgina. Rune tapaði fyrsta setti 6-3 en vann svo 6-3 og 7-5. Hann tryggði sér ekki bara sigur á mótinu og gegn einni stærstu tennisstjörnu sögunnar, heldur einnig sæti á meðal tíu efstu manna á heimslista og yfir 120 milljónir króna í verðlaunafé. Djokovic sparaði ekki hrósið í garð Rune eftir tapið. „Miklar hamingjuóskir til Holger Rune og alls hópsins á bakvið þig. Þú hefur átt frábæra viku og átt skilið að vinna titilinn,“ sagði Djokovic. „Ég er ekki ánægður með að þú skyldir vinna mig en mér fannst þú eiga það skilið. Ég er afar hrifinn af persónuleikanum þínum og þín bíður glæst framtíð,“ sagði Djokovic. Það fór vel á með Novak Djokovic og Holger Rune eftir úrslitaleikinn í París.Getty/Mustafa Yalcin „Afsakið, hvað?!“ Rune er núna fyrsti varamaður inn í átta manna úrslitakeppnina sem markar lok keppnistímabilsins á ATP-mótaröðinni, þar sem aðeins bestu tennisspilarar heims keppa. „Mér líður stórkostlega,“ sagði Rune sem kvaðst þó aldrei hafa verið eins taugastrekktur eins og í úrslitaleiknum. „Það er besta tilfinning sem ég hef fundið að vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin. Ef þið hefðuð sagt mér það fyrir fjórum vikum að ég myndi komast í hóp tíu bestu í heiminum, og vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin, þá hefði ég bara sagt: „Afsakið, hvað?!“ Rune þarf þó núna að treysta á að einhver af þeim átta keppendum sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni dragi sig úr keppni og samkvæmt frétt TV2 í Danmörku er það ekki ósennilegt. Tennis Danmörk Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Rune tapaði fyrsta setti 6-3 en vann svo 6-3 og 7-5. Hann tryggði sér ekki bara sigur á mótinu og gegn einni stærstu tennisstjörnu sögunnar, heldur einnig sæti á meðal tíu efstu manna á heimslista og yfir 120 milljónir króna í verðlaunafé. Djokovic sparaði ekki hrósið í garð Rune eftir tapið. „Miklar hamingjuóskir til Holger Rune og alls hópsins á bakvið þig. Þú hefur átt frábæra viku og átt skilið að vinna titilinn,“ sagði Djokovic. „Ég er ekki ánægður með að þú skyldir vinna mig en mér fannst þú eiga það skilið. Ég er afar hrifinn af persónuleikanum þínum og þín bíður glæst framtíð,“ sagði Djokovic. Það fór vel á með Novak Djokovic og Holger Rune eftir úrslitaleikinn í París.Getty/Mustafa Yalcin „Afsakið, hvað?!“ Rune er núna fyrsti varamaður inn í átta manna úrslitakeppnina sem markar lok keppnistímabilsins á ATP-mótaröðinni, þar sem aðeins bestu tennisspilarar heims keppa. „Mér líður stórkostlega,“ sagði Rune sem kvaðst þó aldrei hafa verið eins taugastrekktur eins og í úrslitaleiknum. „Það er besta tilfinning sem ég hef fundið að vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin. Ef þið hefðuð sagt mér það fyrir fjórum vikum að ég myndi komast í hóp tíu bestu í heiminum, og vera fyrsti varamaður inn í lokaúrslitin, þá hefði ég bara sagt: „Afsakið, hvað?!“ Rune þarf þó núna að treysta á að einhver af þeim átta keppendum sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni dragi sig úr keppni og samkvæmt frétt TV2 í Danmörku er það ekki ósennilegt.
Tennis Danmörk Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira