Stundvísi innanlandsflugs Icelandair 88 prósent í október Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. nóvember 2022 19:11 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair fagnar nýliðnum mánuði. Myndin er samsett. Vísir/Vilhelm Flutningatölur flugfélagsins Icelandair frá nýliðnum októbermánuði sýna töluverða farþegaaukningu á milli ára. Auk þess er stundvísi félagsins í innanlandsflugi 88 prósent í mánuðinum sem um ræðir. Heildarfjöldi farþega Icelandair í október jókst um 127 þúsund á milli ára en farþegarnir voru 333 þúsund talsins í ár miðað við 206 þúsund í fyrra. Þá er heildarfjöldi farþega félagsins það sem af er ári kominn yfir þrjár milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair. Farþegar í millilandaflugi voru nú 307 þúsund miðað við 181 þúsund árið 2021 en af þeim stefndu 133 þúsund til Íslands, 48 þúsund frá Íslandi og voru tengifarþegar 166 þúsund talsins. Eilítil aukning var á farþegafjölda í innanlandsflugi í októbermánuði en hún var 26 þúsund í ár miðað við rúmlega 25 þúsund í fyrra. Stundvísi í innanlandsflugi nam 88 prósentum í október og er á uppleið. Þar að auki var stundvísi í millilandaflugum 80 prósent en ekki eru gefnar upp samanburðartölur frá sama mánuði síðasta árs. Haft er eftir forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasyni þar sem hann segir leiðakerfi félagsins hafa náð fyrri styrk. „Það er ánægjulegt að sjá að nú í októbermánuði hefur leiðakerfið okkar náð fyrri styrk. Flugframboð var á pari við framboðið á sama tíma 2019 og það sem af er ári höfum við flutt yfir þrjár milljónir farþega. Þá höfum við einnig bætt stundvísi í innanlandsfluginu en eins og fram hefur komið höfum við farið í markvissar aðgerðir til að bæta áreiðanleika og þjónustu í innanlandsflugi að undanförnu,“ sagði Bogi Nils Bogason. Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7. júní 2022 17:37 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Heildarfjöldi farþega Icelandair í október jókst um 127 þúsund á milli ára en farþegarnir voru 333 þúsund talsins í ár miðað við 206 þúsund í fyrra. Þá er heildarfjöldi farþega félagsins það sem af er ári kominn yfir þrjár milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair. Farþegar í millilandaflugi voru nú 307 þúsund miðað við 181 þúsund árið 2021 en af þeim stefndu 133 þúsund til Íslands, 48 þúsund frá Íslandi og voru tengifarþegar 166 þúsund talsins. Eilítil aukning var á farþegafjölda í innanlandsflugi í októbermánuði en hún var 26 þúsund í ár miðað við rúmlega 25 þúsund í fyrra. Stundvísi í innanlandsflugi nam 88 prósentum í október og er á uppleið. Þar að auki var stundvísi í millilandaflugum 80 prósent en ekki eru gefnar upp samanburðartölur frá sama mánuði síðasta árs. Haft er eftir forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasyni þar sem hann segir leiðakerfi félagsins hafa náð fyrri styrk. „Það er ánægjulegt að sjá að nú í októbermánuði hefur leiðakerfið okkar náð fyrri styrk. Flugframboð var á pari við framboðið á sama tíma 2019 og það sem af er ári höfum við flutt yfir þrjár milljónir farþega. Þá höfum við einnig bætt stundvísi í innanlandsfluginu en eins og fram hefur komið höfum við farið í markvissar aðgerðir til að bæta áreiðanleika og þjónustu í innanlandsflugi að undanförnu,“ sagði Bogi Nils Bogason.
Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7. júní 2022 17:37 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7. júní 2022 17:37