Prinsessan greinir frá þessu á Instagram í dag. Hún segist hafa tekið ákvörðunina í samráði við foreldra sína – Harald konung og Sonju drottningu – og nánustu fjölskyldu í þeim tilgangi að skapa ró í tengslum við umræðuna um norsku konungsfjölskylduna.
Í frétt NRK segir að síðustu vikur hafi farið fram umræða innan norsku konungsfjölskyldunnar um hvernig skuli skilgreina hlutverk Mörtu Lovísu.
Mikil umræða hefur átt sér stað í Noregi um stöðu hennar eftir að samband hennar og bandaríska seiðmannsins Durek Verrett varð gert opinbert.
Ákveðið var árið 2019 að prinsessan skyldi ekki notast við prinsessutitilinn í viðskiptalegum tilgangi.
Hin 51 árs Marta Lovísa, sem er fjórða í erfðaröð norsku krúnunnar og eina dóttir Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar, á þrjár dætur úr fyrra hjónabandi. Hún var gift rithöfundinum Ara Behn á árunum 2002 til 2017. Behn lést árið 2019.