Sverrir og Jóhann snúa aftur í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 13:03 Íslenska landsliðið endurheimtir hinn öfluga Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson hefur valið fyrir leikina í Baltic Cup síðar í þessum mánuði. Arnar er með íslenska landsliðið í Suður-Kóreu eftir 1-0 tapið gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn, en Ísland mætir Suður-Kóreu á föstudaginn. Liðið í þeim leikjum er að stórum hluta skipað leikmönnum úr Bestu deildinni. Leikirnir í Baltic Cup eru hins vegar á FIFA-leikdögum svo að Arnar gat valið þá leikmenn sem hann vildi, og eru Sverrir og Jóhann með að þessu sinni. Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason gátu hins vegar ekki gefið kost á sér vegna meiðsla, að sögn Arnars. Jóhann, sem leikið hefur 81 A-landsleik, lék síðast fyrir landsliðið í september í fyrra, í 4-0 tapinu gegn Þýskalandi í undankeppni HM. Hann hefur leikið fjórtán deildarleiki með Burnley í haust en liðið er á toppi ensku B-deildarinnar. Fyrstu landsleikir Sverris síðan í mars 2021 Sverrir, miðvörður PAOK í Grikklandi, hefur ekki verið með landsliðinu síðan í mars 2021, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar sem jafnframt voru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars. Sverrir á að baki 39 A-landsleiki. Hálft annað ár er síðan að Sverrir Ingi Ingason lék síðast með íslenska landsliðinu.Getty Í Baltic Cup leika auk Íslands lið Eistlands, Lettlands og Litháens. Ísland mætir Litháen í undanúrslitum 16. nóvember og svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember. Hér að neðan má sjá landsliðshópinn. Landsliðshópurinn: Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk Kant- og sóknarmenn: Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk „Mikill heiður fyrir okkur að fá boð“ Arnar landsliðsþjálfari segir á vef KSÍ að stefnan sé sett á sigur á Baltic Cup. „Mér líst mjög vel á þetta Baltic Cup verkefni, frábært að fá mótsleiki í stað vináttuleikja. Eins og við vitum þá breytir það alltaf leikjunum ef það er að einhverju að keppa. Mér skilst að þetta sé mót sem var fyrst haldið fyrir hátt í hundrað árum og það er bara mikill heiður fyrir okkur að fá boð frá þessum vinaþjóðum okkar um þátttöku sem gestalið. Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni en fyrst það tókst ekki þá var mikilvægt að ná öðru sætinu upp á framhaldið að gera. Ég nefndi það á síðasta ári að við værum að leita að stöðugleika með okkar unga lið og mér finnst við vera á góðri leið með það. Við áttum leikjahrinu á þessu ári þar sem við vorum taplausir í sex leikjum og það voru allt leikir í FIFA-gluggum. Það er kominn stöðugleiki með það hvaða leikmenn við erum með í hópnum og líka í okkar leik,“ segir Arnar. „Við erum erum að vinna markvisst að því að búa til lið, skapa liðsheild, og erum komnir með góðan kjarna leikmanna og það er auðvitað frábært að geta svo byggt ofan á það með því að fá reynslumikla leikmenn inn í hópinn. Við fengum Aron Einar, Guðlaug Victor og Alfreð inn síðast. Núna geta Guðlaugur Victor og Alfreð ekki verið með vegna meiðsla, en í staðinn fáum við Sverri Inga og Jóhann Berg inn, báðir auðvitað mjög reynslumiklir leikmenn með mikil gæði. Við erum bara mjög spenntir fyrir þessu móti setjum stefnuna á að vinna það,“ segir Arnar á vef KSÍ. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Arnar er með íslenska landsliðið í Suður-Kóreu eftir 1-0 tapið gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn, en Ísland mætir Suður-Kóreu á föstudaginn. Liðið í þeim leikjum er að stórum hluta skipað leikmönnum úr Bestu deildinni. Leikirnir í Baltic Cup eru hins vegar á FIFA-leikdögum svo að Arnar gat valið þá leikmenn sem hann vildi, og eru Sverrir og Jóhann með að þessu sinni. Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason gátu hins vegar ekki gefið kost á sér vegna meiðsla, að sögn Arnars. Jóhann, sem leikið hefur 81 A-landsleik, lék síðast fyrir landsliðið í september í fyrra, í 4-0 tapinu gegn Þýskalandi í undankeppni HM. Hann hefur leikið fjórtán deildarleiki með Burnley í haust en liðið er á toppi ensku B-deildarinnar. Fyrstu landsleikir Sverris síðan í mars 2021 Sverrir, miðvörður PAOK í Grikklandi, hefur ekki verið með landsliðinu síðan í mars 2021, í fyrstu leikjunum í undankeppni HM í Katar sem jafnframt voru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars. Sverrir á að baki 39 A-landsleiki. Hálft annað ár er síðan að Sverrir Ingi Ingason lék síðast með íslenska landsliðinu.Getty Í Baltic Cup leika auk Íslands lið Eistlands, Lettlands og Litháens. Ísland mætir Litháen í undanúrslitum 16. nóvember og svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember. Hér að neðan má sjá landsliðshópinn. Landsliðshópurinn: Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 19 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk Kant- og sóknarmenn: Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 23 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk „Mikill heiður fyrir okkur að fá boð“ Arnar landsliðsþjálfari segir á vef KSÍ að stefnan sé sett á sigur á Baltic Cup. „Mér líst mjög vel á þetta Baltic Cup verkefni, frábært að fá mótsleiki í stað vináttuleikja. Eins og við vitum þá breytir það alltaf leikjunum ef það er að einhverju að keppa. Mér skilst að þetta sé mót sem var fyrst haldið fyrir hátt í hundrað árum og það er bara mikill heiður fyrir okkur að fá boð frá þessum vinaþjóðum okkar um þátttöku sem gestalið. Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna riðilinn í Þjóðadeildinni en fyrst það tókst ekki þá var mikilvægt að ná öðru sætinu upp á framhaldið að gera. Ég nefndi það á síðasta ári að við værum að leita að stöðugleika með okkar unga lið og mér finnst við vera á góðri leið með það. Við áttum leikjahrinu á þessu ári þar sem við vorum taplausir í sex leikjum og það voru allt leikir í FIFA-gluggum. Það er kominn stöðugleiki með það hvaða leikmenn við erum með í hópnum og líka í okkar leik,“ segir Arnar. „Við erum erum að vinna markvisst að því að búa til lið, skapa liðsheild, og erum komnir með góðan kjarna leikmanna og það er auðvitað frábært að geta svo byggt ofan á það með því að fá reynslumikla leikmenn inn í hópinn. Við fengum Aron Einar, Guðlaug Victor og Alfreð inn síðast. Núna geta Guðlaugur Victor og Alfreð ekki verið með vegna meiðsla, en í staðinn fáum við Sverri Inga og Jóhann Berg inn, báðir auðvitað mjög reynslumiklir leikmenn með mikil gæði. Við erum bara mjög spenntir fyrir þessu móti setjum stefnuna á að vinna það,“ segir Arnar á vef KSÍ.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira