Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2022 16:14 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. Í ávarpi sem Selenskí sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann að alþjóðasamfélagið þyrfti að þvinga Pútín til raunverulegra viðræðna, samkvæmt frétt Reuters. Þær viðræður þyrftu að snúast um brotthvarf rússneskra hermanna frá Úkraínu, tryggingu fyrir því að Rússar myndu ekki gera aðra innrás, stríðsbætur sem Rússar þyrftu að greiða og það að refsa þeim sem framið hafa stríðsglæpi í Úkraínu. Selenskí sagði að honum þætti þetta eðlilegar kröfur. Frá því Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu í september hefur Selenskí sagt að hann muni ekki ræða við Rússa fyrr en Pútín verði komið frá völdum. Síðan þá hafa úkraínskir embættismenn tekið undir það. Báðu um mildari tón Washington Post sagði nýverið frá því að meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hefðu beðið ráðamenn í Úkraínu um að milda orðræðu þeirra varðandi mögulegar viðræður við Rússa um að binda enda á stríðið. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Hvorki Bandaríkjamenn né aðrir telja Pútín hafa áhuga á viðræðum um annað en uppgjöf Úkraínumanna að svo stöddu. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir áðurnefnda innlimun Rússa. Upplýsingaráðuneyti Úkraínu birti í dag tíst þar sem slegið er á svipða strengi og Selenskí. Skilyrði hans eru tíunduð og í kjölfarið segir að viðræður við Pútín séu í raun ekki mögulegar þar sem hann sé sjálfur stríðsglæpamaður. Ukraine could only agree to negotiate with Russia if: Ukraine's territorial integrity is restored; loss and damage caused are compensated; war criminals are punished; there are security guarantees.This is impossible with Putin, who is a war criminal himself.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 8, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Í ávarpi sem Selenskí sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann að alþjóðasamfélagið þyrfti að þvinga Pútín til raunverulegra viðræðna, samkvæmt frétt Reuters. Þær viðræður þyrftu að snúast um brotthvarf rússneskra hermanna frá Úkraínu, tryggingu fyrir því að Rússar myndu ekki gera aðra innrás, stríðsbætur sem Rússar þyrftu að greiða og það að refsa þeim sem framið hafa stríðsglæpi í Úkraínu. Selenskí sagði að honum þætti þetta eðlilegar kröfur. Frá því Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun á fjórum héruðum Úkraínu í september hefur Selenskí sagt að hann muni ekki ræða við Rússa fyrr en Pútín verði komið frá völdum. Síðan þá hafa úkraínskir embættismenn tekið undir það. Báðu um mildari tón Washington Post sagði nýverið frá því að meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hefðu beðið ráðamenn í Úkraínu um að milda orðræðu þeirra varðandi mögulegar viðræður við Rússa um að binda enda á stríðið. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Hvorki Bandaríkjamenn né aðrir telja Pútín hafa áhuga á viðræðum um annað en uppgjöf Úkraínumanna að svo stöddu. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir áðurnefnda innlimun Rússa. Upplýsingaráðuneyti Úkraínu birti í dag tíst þar sem slegið er á svipða strengi og Selenskí. Skilyrði hans eru tíunduð og í kjölfarið segir að viðræður við Pútín séu í raun ekki mögulegar þar sem hann sé sjálfur stríðsglæpamaður. Ukraine could only agree to negotiate with Russia if: Ukraine's territorial integrity is restored; loss and damage caused are compensated; war criminals are punished; there are security guarantees.This is impossible with Putin, who is a war criminal himself.— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 8, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24 Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. 7. nóvember 2022 07:24
Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim. 6. nóvember 2022 20:15