Eftir öruggan sigur Napoli gegn Empoli fyrr í kvöld þurftu ítölsku meistararnir sárlega á sigri að halda til að halda í við toppliðið.
Þrátt fyrir mikla yfirburði gestanna í leiknum, þar sem liðið átti meðal annars 16 skot að marki heimamanna, tókst liðinu ekki að skora og niðurstaðan því markalaust jafntefli.
AC Milan situr í öðru sæti deildarinnar með 30 stig eftir 14 leiki, átta stigum á eftir toppliði Napoli. Liðið er aðeins þremur stigum fyrir ofan Lazio og Atalanta sem bæði eiga leik til góða og liðið gæti því verið fallið niður í fjórða sæti deildarinnar þegar umferðinni lýkur.
Cremonese situr hins vegar í 18. sæti deildarinnar með sjö stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.