Ekki hefur vantað fréttirnar úr herbúðum FH-inga því í gærkvöldi var greint frá því að Heimir Guðjónsson væri tekinn við liðinu á nýjan leik. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við FH sem hann stýrði áður á árunum 2008-17. Þar áður var hann aðstoðarþjálfari og leikmaður liðsins.
Svo virðist sem fyrsta verk Heimis hafi verið að endursemja við þá Eggert og Björn Daníel en samningur beggja rann út eftir tímabilið.
Eggert kom til FH á miðju tímabili 2020 en Björn Daníel sneri aftur heim í Kaplakrika 2019. Á nýafstöðnu tímabili lék Eggert tuttugu deildarleiki en Björn Daníel alla 27 leikina.
FH lenti í 10. sæti Bestu deildarinnar með 25 stig, jafn mörg og ÍA en hélt sér uppi sökum hagstæðari markatölu. FH komst einnig í bikarúrslit en tapaði þar fyrir Víkingi, 3-2.