Bjarni segir stjórnvöld ekki eiga að tryggja öllum sömu niðurstöðu í lífinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2022 12:18 Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi. Hann talaði meðal annars um stöðu ólíkra stétta í ræðu á fundinum. vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir að málaferli gegn Samherja vegna meintrar spillingar hafi skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs og fjármálaráðherra telur að stjórnvöld eigi að tryggja að allir hafi sömu tækifæri en eigi ekki einu sinni að reyna að tryggja öllum sömu útkomu í lífinu. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata spurði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hvort henni hafi þótt sæmandi að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi boðið Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja að flytja ávarp á sjávarútvegsdeginum í lok október þar sem ráðherra flutti einnig ávarp. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata finnst ekki við hæfi að forstjóra Samherja hafi verið boðið að ávarpa gesti á sjávarútvegsdeginum.Vísir/Vilhelm „Ákvörðun um að bjóða forstjóra Samherja að ávarpa fundinn hefur sætt gagnrýni. Enda er um að ræða forstjóra fyrirtækis sem er beinlínis grunaður um að flytja út íslenska spillingu og hefur réttarstöðu sakbornings hér á landi og annars staðar vegna ætlaðra stórfelldra mútubrota og skattsvika,“ sagði Þórhildur Sunna. Gæti þetta ekki skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagðist ekki ráða því hverjum fyrirtæki og samtök byðu að ávarpa fundi sína. Svandís Svavarsdóttirmatvælaráðherra segir mál Samherja vegna meintrar spillingar hafa skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs.Vísir/Vilhelm „Hins vegar vil ég segja vegna spurningarinnar sem háttvirtur þingmaður ber hér upp að það er auðvitað staðreynd að það er um að ræða alvarlegar ávirðingar og alvarleg mál sem eru í rannsókn á þessu sviði. Mál sem geta skaðað og hafa skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs,“ sagði Svandís. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í ljósi ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins í landsfundarræðu, um að tekist hefði að skapa stéttlaust samfélag á Íslandi, hvort hann tryði því að Ísland væri stéttlaust samfélag. Á síðasta ári hefðu þrír útgerðarmenn haft þrjá milljarða í fjármagnstekjur sem væru um þúsundföld árslaun öryrkja. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki hægt að halda því fram að Ísland sé stéttlaust samfélag.Vísir/Vilhelm „Telur ráðherrann að öryrkinn og stórútgerðarmaðurinn tilheyri sömu stétt. Og númer tvö, fæðist barn öryrkjans inn í sömu stétt og barn útgerðarmannsins,“ spurði Jóhann Páll. Fjármálaráðherra sagði það staðreynd að hvergi í heiminum væri meiri jöfnuður en á Íslandi. Sjálfstæðismenn rækju ekki eins og jafnaðarmenn stjórnmálastefnu sem þættist geta tryggt öllum sömu niðurstöðu í lífinu. Það væri misskilningur jafnaðarmanna að það væri skynsamlegt að reyna það að hálfu stjórnvalda. Bjarni Benediktssonfjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnmálamenn ekki eiga að reyna að tryggja öllum sömu niðurstöðu í lífinu heldur að allir hafi jöfn tækifæri.vísir/vilhelm „Að stoppa þá sem eru að skara fram úr. Skera nógu mikið af þeim til að afhenda öðrum sem hafa of lítið þannig að útkoman á endanum verði jöfn. Þetta er ótrúlega döpur nálgun á hlutverk stjórnvalda. Þannig að ég kem hingað upp til að gleðja háttvirtan þingmann með því að segja: Þetta fólk er ekki í sömu stöðu og við stjórnmálamennirnir eigum ekki einu sinni að reyna að tryggja öllum nákvæmlega sömu stöðu í lífinu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Vísir á landsfundi: Ofsakæti í bland við taugaveiklun og mikla spennu Fyrir allt áhugafólk um stjórnmál var síðasta helgi æsispennandi. Risavaxin lýðræðisveisla, segja sanntrúaðir Sjálfstæðismenn: Sú langstærsta, meðan aðrir segja að flokkurinn hafi sýnt stálhnefann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn með pompi og prakt í Laugardalshöll. Vísir fór á landsfund. 8. nóvember 2022 07:01 „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tókust á í framboðsræðum sínum á landsflundi flokksins. Þetta var þeirra síðasti séns til að sannfæra flokksfulltrúa um að greiða sér atkvæði. 5. nóvember 2022 17:32 Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata spurði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hvort henni hafi þótt sæmandi að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi boðið Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja að flytja ávarp á sjávarútvegsdeginum í lok október þar sem ráðherra flutti einnig ávarp. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmanni Pírata finnst ekki við hæfi að forstjóra Samherja hafi verið boðið að ávarpa gesti á sjávarútvegsdeginum.Vísir/Vilhelm „Ákvörðun um að bjóða forstjóra Samherja að ávarpa fundinn hefur sætt gagnrýni. Enda er um að ræða forstjóra fyrirtækis sem er beinlínis grunaður um að flytja út íslenska spillingu og hefur réttarstöðu sakbornings hér á landi og annars staðar vegna ætlaðra stórfelldra mútubrota og skattsvika,“ sagði Þórhildur Sunna. Gæti þetta ekki skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagðist ekki ráða því hverjum fyrirtæki og samtök byðu að ávarpa fundi sína. Svandís Svavarsdóttirmatvælaráðherra segir mál Samherja vegna meintrar spillingar hafa skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs.Vísir/Vilhelm „Hins vegar vil ég segja vegna spurningarinnar sem háttvirtur þingmaður ber hér upp að það er auðvitað staðreynd að það er um að ræða alvarlegar ávirðingar og alvarleg mál sem eru í rannsókn á þessu sviði. Mál sem geta skaðað og hafa skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs,“ sagði Svandís. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í ljósi ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins í landsfundarræðu, um að tekist hefði að skapa stéttlaust samfélag á Íslandi, hvort hann tryði því að Ísland væri stéttlaust samfélag. Á síðasta ári hefðu þrír útgerðarmenn haft þrjá milljarða í fjármagnstekjur sem væru um þúsundföld árslaun öryrkja. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki hægt að halda því fram að Ísland sé stéttlaust samfélag.Vísir/Vilhelm „Telur ráðherrann að öryrkinn og stórútgerðarmaðurinn tilheyri sömu stétt. Og númer tvö, fæðist barn öryrkjans inn í sömu stétt og barn útgerðarmannsins,“ spurði Jóhann Páll. Fjármálaráðherra sagði það staðreynd að hvergi í heiminum væri meiri jöfnuður en á Íslandi. Sjálfstæðismenn rækju ekki eins og jafnaðarmenn stjórnmálastefnu sem þættist geta tryggt öllum sömu niðurstöðu í lífinu. Það væri misskilningur jafnaðarmanna að það væri skynsamlegt að reyna það að hálfu stjórnvalda. Bjarni Benediktssonfjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnmálamenn ekki eiga að reyna að tryggja öllum sömu niðurstöðu í lífinu heldur að allir hafi jöfn tækifæri.vísir/vilhelm „Að stoppa þá sem eru að skara fram úr. Skera nógu mikið af þeim til að afhenda öðrum sem hafa of lítið þannig að útkoman á endanum verði jöfn. Þetta er ótrúlega döpur nálgun á hlutverk stjórnvalda. Þannig að ég kem hingað upp til að gleðja háttvirtan þingmann með því að segja: Þetta fólk er ekki í sömu stöðu og við stjórnmálamennirnir eigum ekki einu sinni að reyna að tryggja öllum nákvæmlega sömu stöðu í lífinu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Vísir á landsfundi: Ofsakæti í bland við taugaveiklun og mikla spennu Fyrir allt áhugafólk um stjórnmál var síðasta helgi æsispennandi. Risavaxin lýðræðisveisla, segja sanntrúaðir Sjálfstæðismenn: Sú langstærsta, meðan aðrir segja að flokkurinn hafi sýnt stálhnefann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn með pompi og prakt í Laugardalshöll. Vísir fór á landsfund. 8. nóvember 2022 07:01 „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tókust á í framboðsræðum sínum á landsflundi flokksins. Þetta var þeirra síðasti séns til að sannfæra flokksfulltrúa um að greiða sér atkvæði. 5. nóvember 2022 17:32 Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Vísir á landsfundi: Ofsakæti í bland við taugaveiklun og mikla spennu Fyrir allt áhugafólk um stjórnmál var síðasta helgi æsispennandi. Risavaxin lýðræðisveisla, segja sanntrúaðir Sjálfstæðismenn: Sú langstærsta, meðan aðrir segja að flokkurinn hafi sýnt stálhnefann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn með pompi og prakt í Laugardalshöll. Vísir fór á landsfund. 8. nóvember 2022 07:01
„Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tókust á í framboðsræðum sínum á landsflundi flokksins. Þetta var þeirra síðasti séns til að sannfæra flokksfulltrúa um að greiða sér atkvæði. 5. nóvember 2022 17:32
Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25