Fundu brak úr Challenger fyrir tilviljun Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 14:02 Challenger hefur sig á loft frá Canaveral-höfða daginn örlagaríka, 28. janúar 1986. Aðeins rúmri mínútu síðar sprakk eldflaugin og öll áhöfnin fórst. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að brak sem heimildarmyndargerðarmenn fundu fyrir tilviljun í sjónum undan ströndum Flórída sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst fyrir rúmum 36 árum. Ekki hefur verið ákveðið hvort hróflað verður við því. Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011. Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011.
Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira