Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 15:25 Gunnlaugur segir réttlætinu fullnægt. Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur. Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019. Það ár var honum sagt upp. Hann vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Uppsögnin þótti afar harkaleg en DV greindi frá því að honum hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá þurfti hann samdægurs að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Einnig gerði Gunnlaugur athugasemd við að honum var ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu. Í dómi héraðsdóm sagði að uppsagnarákvæði hafi verið í gildi í ráðningarsamningnum. Þá hafi uppsögnin verið samþykkt á næsta sveitarstjórnarfundi eftir uppsögnina. Ósammála héraðsdómi Landsréttur var ekki sammála niðurstöðu héraðsdóms að fullu og féllst á að dæma Borgarbyggð til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir. Þá þarf sveitarfélagið að greiða þrjár milljónir í málskostnað lögmanns Gunnlaugs. Í samtali við fréttastofu segir Gunnlaugur að réttlætinu hafi verið fullnægt í Landsrétti. „Þetta er ekki spurning um sigur heldur hver hefur rétt fyrir sér. Í mínum huga var þetta aldrei spurning. Mér finnst niðurstaðan skipta mestu máli. Að gjörningurinn var ólögmætur. Peningamálin voru ekki aðalatriðið heldur að fá niðurstöðu í lagalegu hliðina. Þetta hefur mikið fordæmisgildi. Þarna er tekin ákvörðun um fjárhagslega skuldbindandi aðgerð fyrir hönd sveitarfélagsins utan formlegs fundar,“ segir Gunnlaugur.
Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira