„Hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 20:00 Þingmaður Pírata segir lögreglu forgangsraða tíma sínum rangt með því að eltast við fólk vegna neysluskammta. Húsleit sé íþyngjandi aðgerð sem lögregla beiti langt fram úr meðalhófi í slíkum málum. Aðgerðir lögreglu, sem gagnrýndar voru í vikunni, sýni brýna þörf á afglæpavæðingu. Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Afskipta lögreglu af kannabisneytendum er reglulega getið í daglegum tilkynningum embætta. Við fáum nokkur dæmi. Ágúst 2012: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði. Maðurinn gekkst við því að hafa kannabisefni í fórum sínum og framvísaði hann því. Hann heimilaði leit í húsnæðinu en ekkert fleira saknæmt fannst. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt að því loknu. Desember 2019: Lögreglumaður á frívakt fann mikla kannabislykt berast frá húsnæði í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum um helgina er hann átti þar leið hjá. Lögreglumenn fóru á vettvang og við húsleit, að fenginni heimild, fannst kannabisefni í kommóðuskúffu á heimilinu. Húsráðandi viðurkenndi að eiga efnið. Desember 2021: Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manna að reykja kannabis [í] bílakjallara. Sagðir setja af stað brunaviðvörun með þessu hátterni. Mennirnir farnir þegar lögregla kom. Október 2022: Þá fór lögregla að athuga með húsnæði vegna kannabislyktar. Einn handtekinn á vettvangi og í kjölfarið framkvæmd húsleit þar sem fíkniefni fundust. Málið afgreitt á vettvangi. Gríðarleg innrás í einkalífið Og svo var það nú síðast í vikunni þegar lögregla fylgdi eftir tilkynningu um kannabislykt i Hlíðahverfi. Meintur gerandi, eins og lögregla orðar það, flúði þá vettvang á rafmagnshlaupahjóli með hund á pallinum. Upphófst þá eftirför sem lauk á Klambratúni. Viðkomandi var króaður af og handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Við húsleit fannst svo „lítið magn meintra fíkniefna“. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata setur spurningamerki við aðgerðir lögreglu. „Okkur finnst þetta auðvitað bara röng forgangsröðun á mannafla og fjármunum lögreglu, að eltast við fólk sem er ekki að gera neinum mein.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Húsleit í slíkum málum sé langt fram úr meðalhófi. Afar íþyngjandi aðgerð miðað við hversu léttvæg brotin virðist. „Það að fara inn á heimili fólks, og leita og fara í gegnum þína hluti, þína persónulegu muni, þitt helgasta vé. Þetta er gríðarleg innrás inn á einkalíf fólks,“ segir Þórhildur Sunna. „En þegar maður hefur takmarkaðar fjárheimildir og takmarkaðan tíma... Já, mér finnst þetta undarleg forgangsröðun, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu sem hefur orðið um skaðaminnkun, afglæpavæðingu og allt þetta. Aftur á móti, það er alveg rétt sem lögregla segir. Henni ber að fylgja lögunum. En hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Píratar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira