Körfubolti

Mynda­syrpa frá tapinu súra gegn Georgíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már og Tryggvi Snær ræða við dómara leiksins.
Elvar Már og Tryggvi Snær ræða við dómara leiksins. Vísir/Vilhelm

Ísland mátti þola einkar súrt tap gegn Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta. Leikið var í Laugardalshöll og var stemningin í stúkunni gríðarleg.

Því miður fór Georgía með þriggja stiga sigur af hólmi eftir hörkuleik, lokatölur 85-88. Möguleika Íslands um sæti á HM minnkuðu við tapið en eru alls ekki úr sögunni. 

Segja má að víaanýting beggja liða hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. Á meðan Ísland skoraði úr aðeins 13 af 24 þá skoruðu gestirnir úr 25 af 30. Hér að neðan má sjá fleiri myndir úr leiknum.

Íslenska liðið hlustar á þjóðsönginn.Vísir/Vilhelm
Það var mikil stemning í stúkunni.Vísir/Vilhelm
Kristófer Acox tekur á loft.Vísir/Vilhelm
Kristófer í baráttunni.Vísir/Vilhelm
Tryggvi Snær Hlianson treður af afli.Vísir/Vilhelm
Tryggvi Snær sýnir hver ræður.Vísir/Vilhelm
Elvar Már Friðriksson leitar að liðsfélaga.Vísir/Vilhelm
Elvar Már keyrir að körfunni.Vísir/Vilhelm
Elvar Már reynri að halda boltanum inn á.Vísir/Vilhelm
Kári Jónsson bendir dómaranum á þá augljósu staðreynd að leiktíminn sýni að skotklukkan geti ekki verið runnin út.Vísir/Vilhelm
Craig Pedersen var ekki sáttur með dómgæsluna undir lok leiks en þá hallaði verulega á íslenska liðið.Vísir/Vilhelm
Það voru fleiri en Craig ósáttir.Vísir/Vilhelm
Ægir Þór trúir ekki eign augum.Vísir/Vilhelm
Menn frekar súrir að leik loknum.Vísir/Vilhelm
Tilfinningarnar báru suma ofurliði.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Lands­liðs­þjálfari kvenna ösku­illur eftir tap Ís­lands

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks.

„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“

Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×