Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2022 13:05 Karlakór Akureyrar Geysir, sem fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir og verður með stórtónleika í Hofi á Akureyri í dag. Aðsend Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður. Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“ Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“
Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent